Ósk um upplýsta ákvörðun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. janúar 2013 06:00 Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til. Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum. Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram. Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“. Í fjórða lagi styðja niðurstöðurnar ekki þá kenningu, að fylgi Vinstri grænna hafi hrunið vegna fylgispektar flokksins við aðildarferlið. Varla færðu stuðningsmenn VG sig yfir á Sjálfstæðisflokkinn, sem er hinum megin í hinu pólitíska litrófi. Tæplega fóru ESB-andstæðingar yfir í Samfylkinguna. Varla kjósa þeir Bjarta framtíð. Þá er Framsóknarflokkurinn eftir, en fylgi þess flokks hefur skroppið saman frá síðustu kosningum, þannig að varla fóru óánægðu vinstri grænu ESB-andstæðingarnir þangað. Í fimmta lagi vekur athygli að innan við fimmtungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynntur því sem nú er opinber stefna flokkanna í Evrópumálum, að gera hlé á aðildarviðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta gerir líf forystu þessara tveggja flokka varla auðveldara. Í sjötta lagi er áhugavert að bæði í hópi stuðningsmanna VG og Sjálfstæðisflokksins er yfir þriðjungur hlynntur því að halda aðildarviðræðunum áfram. Það er áhugavert að forystumenn í báðum flokkum geri ekki meira en raun ber vitni til að höfða til þessa hóps. Síðast en ekki sízt sýna niðurstöður þessarar könnunar að stærsti hópurinn, um helmingur kjósenda, vill áfram fá að taka upplýsta ákvörðun um tengsl Íslands við Evrópusambandið. Það er líka merkilegt, í ljósi þess hversu stífan áróður margir stjórnmálamenn reka fyrir því að tekin verði ákvörðun án þess að fyrir liggi hvaða kostir Íslandi bjóðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagðist tæpur helmingur, 48,5 prósent, vilja klára aðildarviðræður og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn, 36,4 prósent vildu slíta viðræðunum og 15,2 prósent vildu gera hlé á þeim og greiða þjóðaratkvæði um framhaldið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Jón Bjarnason hafa lagt til. Þessi niðurstaða þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt að allur stuðningur við aðildarferlið meðal þjóðarinnar sé þorrinn, eins og sumir stjórnmálamenn hamra á, þótt hann hafi vissulega minnkað. Í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þar sem spurt var um aðildarferlið, fyrir rúmu ári, sögðust 65,3 prósent vilja ljúka viðræðunum. Í öðru lagi er ekki hægt að túlka niðurstöðuna þannig, eins og sumir hafa viljað gera, að tæpur meirihluti sé fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Við verðum að gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem vilja gera viðræðuhlé og ganga svo til atkvæða um framhaldið myndu kjósa að halda viðræðunum áfram. Í þriðja lagi er augljóslega lítið til í þeirri gagnrýni á fyrri kannanir um þetta efni, að ekkert sé að marka þær af því að svarendur stökkvi nánast sjálfkrafa á svarmöguleika sem inniheldur orðið „þjóðaratkvæðagreiðsla“. Í fjórða lagi styðja niðurstöðurnar ekki þá kenningu, að fylgi Vinstri grænna hafi hrunið vegna fylgispektar flokksins við aðildarferlið. Varla færðu stuðningsmenn VG sig yfir á Sjálfstæðisflokkinn, sem er hinum megin í hinu pólitíska litrófi. Tæplega fóru ESB-andstæðingar yfir í Samfylkinguna. Varla kjósa þeir Bjarta framtíð. Þá er Framsóknarflokkurinn eftir, en fylgi þess flokks hefur skroppið saman frá síðustu kosningum, þannig að varla fóru óánægðu vinstri grænu ESB-andstæðingarnir þangað. Í fimmta lagi vekur athygli að innan við fimmtungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynntur því sem nú er opinber stefna flokkanna í Evrópumálum, að gera hlé á aðildarviðræðunum og halda svo þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Þetta gerir líf forystu þessara tveggja flokka varla auðveldara. Í sjötta lagi er áhugavert að bæði í hópi stuðningsmanna VG og Sjálfstæðisflokksins er yfir þriðjungur hlynntur því að halda aðildarviðræðunum áfram. Það er áhugavert að forystumenn í báðum flokkum geri ekki meira en raun ber vitni til að höfða til þessa hóps. Síðast en ekki sízt sýna niðurstöður þessarar könnunar að stærsti hópurinn, um helmingur kjósenda, vill áfram fá að taka upplýsta ákvörðun um tengsl Íslands við Evrópusambandið. Það er líka merkilegt, í ljósi þess hversu stífan áróður margir stjórnmálamenn reka fyrir því að tekin verði ákvörðun án þess að fyrir liggi hvaða kostir Íslandi bjóðast.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun