
Evrusvæðið réttir úr kútnum
Evran hefur styrkst
Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar, sem náði hámarki haustið 2008, stigu aðildarríki Evrópusambandsins harða glímu við margvíslega erfiðleika. Þá mátti að nokkru rekja til inngróinna veikleika í reglu- og stofnanaumgjörð evrusvæðisins. Duldist þó fáum að stór hluti vandans lá í langvarandi agaleysi í opinberum fjármálum ýmissa evruríkja. Evrusvæðið hefur því fyrst og fremst glímt við ríkisfjármála- og bankakreppu í sumum aðildarríkjum. En evruríkin eiga hins vegar ekki við gjaldeyris- eða gjaldmiðilskreppu að stríða.
Þannig hefur evran sem gjaldmiðill haldið styrk sínum á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum frá því fjármálakreppan skall á og löngu fyrr. Í lok ágúst síðastliðins, löngu eftir að kreppan hófst, var gengi hennar 6,5% hærra en gengi Bandaríkjadals. Það er verulega hærra en þau 4% sem evran hefur að meðaltali verið sterkari en Bandaríkjadalur frá því hún kom í heiminn árið 1999. Frá upphafi evrusamstarfsins hefur Seðlabanka Evrópu jafnframt tekist í meginatriðum að halda verðbólgumarkmiði sínu. Greiðslukerfi evrunnar hefur jafnan verið traust og engin fjármagnshöft þurft á viðskipti með evrur frá því að fjármálakreppan skall á.
Aðgerðir ESB
Í kjölfar fjármálakreppunnar hafa aðildarríki Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnin og Seðlabanki Evrópu gripið til margvíslegra aðgerða til að treysta regluverk sitt og styðja umgjörð efnahagsmála. Þannig hefur nú verið búið um eftirlit með fjárlagagerð aðildarríkjanna með hætti sem dregur úr líkum á því að ríkin samþykki óábyrg fjárlög. Þar er þó í engu tekið vald af þjóðþingum aðildarríkjanna, sem munu taka lokaákvörðun um fjárlögin eins og verið hefur.
Samhliða hafa verið samþykktar reglugerðir sem treysta eftirlit með opinberum fjármálum og fela í sér að viðurlögum verði beitt ef viðmið í ríkisfjármálum verða ekki virt. Evruríkin hafa auk þess samþykkt þrenns konar sáttmála sem eiga að stuðla að aga í ríkisfjármálum, efla samkeppnishæfni og auka hagvöxt, fjárfestingar og atvinnu. Jafnframt hefur verið komið á varanlegum stöðugleikasjóði, ESM, sem hefur það hlutverk að veita lán til ríkja í efnahagserfiðleikum. Sá sjóður fær heimild til að lána bönkum á evrusvæðinu beint, án þess að fara gegnum fjárlög viðkomandi ríkja. Þannig hækka ríkisskuldir ekki við lánveitingar til banka úr sjóðnum, og því ristur upp sá vítahringur sem lán aðildarríkjanna til bankakerfisins settu áður skuldastöðu viðkomandi ríkja í. Síðast en ekki síst náðist samkomulag í desember síðastliðnum um stofnun sameiginlegs bankaeftirlits á evrusvæðinu. Hið sameiginlega eftirlit verður framkvæmt af Seðlabanka Evrópu og mun ná til stærstu banka evrusvæðisins. Eftirlitið er liður í stofnun sérstaks bankabandalags, en það mun auk þess fela í sér sameiginlegt regluverk um skilanefndir og uppgjör gjaldþrota og sameiginlegan innstæðutryggingasjóð.
Vöxtur og jákvæð teikn
Þessar einbeittu aðgerðir eru þegar farnar að hafa jákvæð áhrif. Í nýjustu hagspá Evrópusambandsins kemur fram að landsframleiðsla á evrusvæðinu muni aukast um 1,4% á næsta ári. Þar er um talsverðan viðsnúning að ræða frá síðasta ári, þegar landsframleiðslan á evrusvæðinu dróst saman um 0,4%. Spáin telur að hagvöxtur verði jákvæður í öllum evruríkjunum á næsta ári, nema Kýpur. Hún greinir frá því að eftirspurn sé þegar farin að aukast, samkeppnisstaða fyrirtækja hafi styrkst og útflutningur fari vaxandi, samhliða auknum alþjóðaviðskiptum. Þá hafi dregið úr efnahagslegu ójafnvægi og fjármálakerfið búi við meiri stöðugleika og minni óvissu en áður.
Skýr afleiðing þessarar jákvæðu þróunar hefur birst í því að skuldatryggingaálag flestra evruríkja hefur lækkað verulega að undanförnu. Þegar matsfyrirtækið Standard & Poor?s hækkaði lánshæfismat Grikklands um heila sex flokka í desember síðastliðnum fylgdi með því að hækkunin væri til vitnis um góðan árangur grískra stjórnvalda við að innleiða nauðsynlegar efnahagsumbætur, sem og endurnýjað traust fjárfesta til evrusvæðisins.
Staða Íslands
Með umsókn sinni um aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru er því langt í frá að Ísland væri á leið í ?brennandi hús?. Þvert á móti hefur þátttaka Íslands í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu með sameiginlegum gjaldmiðli aldrei verið brýnni en nú. Hún færir okkur aga, eftirlit og stuðning við hagstjórn sem við þurfum sárlega á að halda. Um leið fæst stöðugleiki í peningamálum, sem ætíð hefur skort hér á landi. Þátttaka í myntbandalagi með sameiginlegum gjaldmiðli mun þar að auki færa með sér umtalsverðan efnahagslegan ávinning í formi lægri vaxta, lægra verðlags og minni verðbólgu. Reynsla annarra smáþjóða sýnir að um leið munu fjárfestingar aukast samfara auknum útflutningi og hagvexti.
Hafi erfiðleikar á evrusvæðinu einhvern tíma verið rök gegn umsókn um aðild að Evrópusambandinu eru þau rök haldlaus í dag.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar