Met um hverja helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir Mynd/ÓskarÓ Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur löngu farin að endurskrifa metabækurnar í millivegahlaupunum á Íslandi og í gær bætti hún enn eitt eldgamalt Íslandsmetið þegar hún vann örugglega 1.500 metra hlaup á Stórmóti ÍR í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta við Fréttablaðið eftir að hún kom í mark í gær á 4:19,57 mínútum og bætti met Ragnheiðar Ólafsdóttur sem var sett í Dortmund í Vestur-Þýskalandi 1. febrúar 1981. Ragnheiður hefur þar með misst tvö met til Anítu á sjö mánuðum en á enn metin í 1.500 metra hlaupi utanhúss og í bæði 3.000 metra hlaupi innan- og utanhúss. „Ég var að stefna á þetta met í dag. Ég þurfti bara að passa mig að byrja ekki of hratt því ég er vön að keppa í styttri greinum. Það tókst alveg að fara ekki of hratt," sagði Aníta brosandi en hún var ekki mikið að pæla í því að gamla metið hefði verið sett löngu áður en hún kom í heiminn árið 1996. Aníta þurfti að hlaupa 1.500 metrana í gær keppnislaust. „Það er allt í lagi að hlaupa þetta keppnislaust og mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra ef það eru fleiri með en þetta er samt ágætt," segir Aníta en hún fékk reyndar góða hvatningu frá vallarþulnum Þráni Hafsteinssyni og fjölda áhorfenda sem mættur var í Höllina. Helgina áður hljóp Aníta sig inn á Evrópumót innanhúss í Gautaborg í Svíþjóð þegar hún bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi en gamla metið hafði Aníta tryggt sér á stórmóti ÍR í fyrra þegar hún bætti 35 ára gamalt Íslandsmet Lilju Guðmundsdóttur. En hvað ætlar hún að gera fram að EM sem fer fram í byrjun mars? „Það var mjög gott að ná lágmarkinu á EM svona snemma og þá þurfti ég ekki að berjast við að ná því. Ég ætla bara að halda áfram að æfa og svo er fullt af mótum næstu helgar til að undirbúa sig," sagði Aníta. „Ég hugsa að ég hafi aldrei átt möguleika á því að ná lágmarkinu í 1.500 enda er 800 metra hlaupið aðalgreinin mín. Ég hleyp 1.500 metra bara með líka. Það er skemmtilegra og það á betur við mig," segir Aníta og bætti við: „Maður þarf samt bæði hraða og þol í þessar greinar."Ætlar að bæta metin aftur Aníta átti frábært ár í fyrra og stimplaði sig þá inn sem besti hlaupari landsins og mesta efni Íslands í millivegalengdum og langhlaupum fyrr og síðar. Hún setti fjöldamörg Íslandsmet á árinu en þar á meðal bætti hún 29 ára gamalt met Ragnheiðar Ólafsdóttur FH í 800 metra hlaupi utanhúss. „Ég stefni á að bæta metin aftur. Ég veit ekki hvað ég get náð að hlaupa þetta á en ég ætla bara að reyna að bæta mig. Það er alltaf skemmtilegast að gera það," sagði Aníta að lokum. Þrátt fyrir þessa miklu velgengni sækir Aníta ekki í sviðsljósið. Hún var ófáanleg til þess að hlaupa heiðurshring eftir að Íslandsmetið var í höfn í gær og er ekki að trana sér fram þegar kemur að viðtölum við fjölmiðla. Hún lætur verkin tala á hlaupabrautinni en það er full ástæða fyrir áhugafólk um íslenskar íþróttir að fylgjast með þessari stórefnilegu stelpu sem er ekki lengur bara efnileg heldur orðin langbest í sínum greinum á Íslandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Álftanes í 5. sætið en Þórsarar í basli Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Leik lokið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Sjá meira
Uppgjör: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga