Einar Daði hætti við þátttöku á sterku móti í Tallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2013 06:15 mynd/anton Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins. „Við vorum búnir að plana það að fara að keppa í Tallinn en ég er það tæpur í hásininni að við ákváðum að hætta við það því við vildum ekki taka neina áhættu. Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt því þá tekur það svo langan tíma," sagði Einar Daði. Einar Daði stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn á síðasta ári þar sem hann bætti sig mikið og náði meðal annars bestu þraut allra Norðurlandabúa. International Combined Events Meeting er árlegt boðsmót og það er mikill heiður fyrir Einar Daða að vera boðið á svo sterkt mót. „Það þýðir ekki að hugsa til skamms tíma. Ég gæti kýlt á einhverja þraut en myndi kannski rústa á mér löppinni í leiðinni," segir Einar Daði og bætir við: „Það hefði verið hrikalega gaman að fara á þetta mót. Bæði er þetta ótrúlega sterkt mót og svo hef ég heyrt að það sé gaman að koma til Eistlands. Eistarnir kunna bæði að meta Íslendinga og fjölþrautarmenn," segir Einar Daði. Hann sér jafnframt með þessu möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg renna frá sér en þeir sextán með besta árangurinn á innanhússtímabilinu komast þangað. „Ég hugsa að það verði ekkert núna. Ég hefði þurft að ná sjöþraut inn," segir Einar Daði. Innlendar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira
Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins. „Við vorum búnir að plana það að fara að keppa í Tallinn en ég er það tæpur í hásininni að við ákváðum að hætta við það því við vildum ekki taka neina áhættu. Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt því þá tekur það svo langan tíma," sagði Einar Daði. Einar Daði stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn á síðasta ári þar sem hann bætti sig mikið og náði meðal annars bestu þraut allra Norðurlandabúa. International Combined Events Meeting er árlegt boðsmót og það er mikill heiður fyrir Einar Daða að vera boðið á svo sterkt mót. „Það þýðir ekki að hugsa til skamms tíma. Ég gæti kýlt á einhverja þraut en myndi kannski rústa á mér löppinni í leiðinni," segir Einar Daði og bætir við: „Það hefði verið hrikalega gaman að fara á þetta mót. Bæði er þetta ótrúlega sterkt mót og svo hef ég heyrt að það sé gaman að koma til Eistlands. Eistarnir kunna bæði að meta Íslendinga og fjölþrautarmenn," segir Einar Daði. Hann sér jafnframt með þessu möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg renna frá sér en þeir sextán með besta árangurinn á innanhússtímabilinu komast þangað. „Ég hugsa að það verði ekkert núna. Ég hefði þurft að ná sjöþraut inn," segir Einar Daði.
Innlendar Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ Sjá meira