Smára svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar 31. janúar 2013 06:00 Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun