Líta á tónlistina sem trúarbrögð 1. febrúar 2013 07:00 kiss Magni og félagar spila fræg lög með Kiss á tónleikunum í kvöld. „Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er stór dagur í íslenskri tónlistarsögu," segir Magni Ásgeirsson.Hann er aðalsöngvari Kiss-heiðurshljómsveitarinnar Meik sem spilar á sínum fyrstu tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Næstu tónleikar verða á Spot í Kópavogi 8. febrúar. Aðrir meðlimir í Meik eru einnig reynsluboltar úr tónlistarbransanum, þeir Eiður Arnarsson úr Todmobile, Einar Þór Jóhannsson úr Dúndurfréttum, Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni, Jón Elvar Hafsteinsson úr Delize Italiano og Þráinn Árni Baldvinsson úr Skálmöld. „Hljómsveitin er alveg klikkuð. Þetta er stórskotalið hljóðfæraleikara og Kiss-aðdáenda," segir Magni. „Ég er búinn að grínast með það nokkrum sinnum að þeir séu eins og Star Trek-nördar, þeir eru svo vel að sér nokkrir í Kiss-fræðum. Ég og Jói trommari erum eins og aukvisar miðað við þessa menn." Hann segist hlakka til kvöldsins en einnig vera smá stressaður. „Við erum að spila tónlist sem sumir líta á sem trúarbrögð. Maður þarf að standa sig." Spurður hvort þeir verði meikaðir eins og liðsmenn Kiss segir Magni að farið verði með það allavega hálfa leið. En hvað með hárkollur? „Ég nenni því nú ekki. Þar dreg ég mörkin." Magni fer á Eurovision-æfingu í Hörpu í dag og flýgur svo norður. Spurður hvort hann lendi ekki í öðru til þriðja sæti eins og hingað til segir hann: „Það er alltaf gaman að vera í topp þrjú. Það væri samt gaman að prófa fyrsta sætið einu sinni en ég er ekkert frekur." -fb
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira