Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma Stígur Helgason skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík Fíkniefni Kókaín Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamínsmyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsendingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkniefnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að um amfetamín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg greining á efninu og magni þess liggur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstudaginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru handteknir eftir helgina og úrskurðaðir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Fréttablaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils sakamáls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira