Fylgi Framsóknarflokks rýkur upp brjann@frettabladid.is skrifar 2. febrúar 2013 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugson. Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur. Kosningar 2013 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sækir verulega í sig veðrið í kjölfar dóms í Icesave-málinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Samfylkinguna hefur hrunið á tveimur vikum. Verði niðurstöður kosninga í takti við könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka stjórn að loknum kosningum; stjórn Sjálfstæðisflokks og annaðhvort Framsóknarflokks eða Bjartrar framtíðar. Alls segjast 20,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni, sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag, myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn mældist með 12,6 prósenta stuðning í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir tveimur vikum, dagana 16. og 17. janúar síðastliðna. Flokkurinn fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og níu þingmenn en næði fjórtán mönnum á þing yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við nýjustu skoðanakönnunina. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið á þeim tveimur vikum sem liðið hafa milli kannana. Nú segjast 11,9 myndu kjósa flokkinn en 19,7 prósent studdu Samfylkinguna fyrir tveimur vikum. Flokkurinn fékk 29,8 prósenta fylgi í síðustu kosningum og hefur aldrei mælst lægri í könnunum Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi átta nú samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Eina nýja framboðið sem næði mönnum á þing samkvæmt könnuninni er Björt framtíð. Stuðningur við flokkinn hefur aukist jafnt og þétt í síðustu könnunum. Nú styðja 16,4 prósent flokkinn og hefur fylgið aukist um 1,9 prósentustig á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðustu könnun. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni tólf þingmenn en í dag sitja tveir flokksmenn á þingi sem voru kjörnir á þing fyrir aðra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðra flokka þó fylgi hans dali verulega milli kannana. Nú segjast 32 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú, en 37,8 prósent studdu flokkinn í síðustu könnun. Flokkurinn er þó vel yfir 23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr síðustu kosningum og fengi samkvæmt þessu 21 þingmann, fimm fleiri en hann er með í dag. Vinstri græn virðast á uppleið aftur eftir afleita útkomu í síðustu könnun. Nú styðja 11,4 prósent flokkinn, sem er aukning upp á fjögur prósentustig frá síðustu könnun. Flokkurinn á samt langt í land með að ná 21,7 prósenta kjörfylgi sínu. Hann fengi átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í takti við könnunina nú, en fékk 14 kjörna í síðustu kosningum. Önnur ný framboð en Björt framtíð ná ekki mönnum á þing samkvæmt könnuninni. Hægri grænir komast þó næst því. Þeir mælast nú með stuðning 4,3 prósenta en þurfa fimm prósent til að ná mönnum á þing. Stuðningur við flokkinn mældist 1,8 prósent í síðustu könnun. Hin nýju framboðin eru lengra frá því að ná inn á þing. Alls segjast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9 prósent Píratapartíið og 0,2 prósent Bjartsýnisflokkinn. Til þess ber þó að líta að nýju framboðin hafa lítið kynnt stefnumál sín og mögulega frambjóðendur.
Kosningar 2013 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira