Hús Hannesar Hafstein opnað almenningi 4. febrúar 2013 17:30 Grundarstígur 10 verður opnaður almenningi næstu helgi. Hannes Hafstein ráðherra byggði húsið árið 1915. Myndir/GVA „Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is. Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Fleiri fréttir Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Sjá meira
„Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is.
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Fleiri fréttir Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Sjá meira