Féllu á fíkniefnaprófi og misstu skiprúmið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Um helmingur áhafnar skuttogarans Drangavíkur féll á fíkniefnaprófi og var strax látinn taka pokann sinn. Mynd/Óskar P. Friðriksson „Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira