Féllu á fíkniefnaprófi og misstu skiprúmið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Um helmingur áhafnar skuttogarans Drangavíkur féll á fíkniefnaprófi og var strax látinn taka pokann sinn. Mynd/Óskar P. Friðriksson „Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þegar kemur að öryggi á sjó og í landi er klárt að allir þurfa að vera allsgáðir,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Ellefu sjómönnum af þremur skuttogurum fyrirtækisins var sagt upp störfum eftir að þeir féllu á lyfjaprófi. Sigurgeir segir að fyrir um einu og hálfu ári hafa verið farið í gegnum ýmis starfsmannamál hjá Vinnslustöðinni, þar á meðal mál tengd notkun fíkniefna. Ný stefna hafi þá verið mörkuð. „Við gripum til aðgerða í síðustu viku og um helgina sem leiddu til þess að við sögðum upp starfsmönnum vegna brota á reglum um meðferð fíkniefna,“ upplýsir Sigurgeir. Hann vill ekki segja nánar frá málinu en staðfestir þó að mennirnir hafi verið látnir undirgangast fíkniefnapróf. „Þetta eru viðkvæm málefni sem við ætlum ekki að tjá okkur meira um.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mega starfsmenn í öllum öðrum deildum Vinnslustöðvarinnar eiga von á því að verða sendir í fíkniefnapróf. Meðal annars á eftir að athuga áhafnir tveggja af alls sjö skipum félagsins. Allir starfsmenn hafa skrifað undir yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé heimilt að láta gera slíka próf. Bæði voru yfirmenn og undirmenn í hópnum sem fékk reisupassann. Meðal þess sem mældist voru ópíumefni, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fimm sjómannanna eru af Drangavík VE og er það um helmingur áhafnar þess skips. Síðan voru þrír af Jóni Vídalín VE og þrír af Brynjólfi VE. Nokkrir þessara manna leituðu til Sjómannafélagsins Jötuns í gær til að kanna rétt sinn í málinu. „Samkvæmt sjómannalögum er þetta bannað þannig að við getum óskaplega lítið gert í þessu. Neysla eiturlyfja er náttúrulega lögbrot og mönnum var kynnt í sumar og í haust að það stæði til að gera þessi próf,“ segir Valmundur Valmundarson, formaður Jötuns, sem kveður Persónuvernd hafa gefið sína heimild. Sumir þeirra sem féllu á lyfjaprófinu rengja niðurstöðuna. Að sögn Valmundar fara sýnin því öll að kröfu Jötuns til skoðunar á rannsóknarstofu Háskóla Íslands. „En þessi próf eiga að vera 99,99 prósent örugg,“ bendir formaður Jötuns á. Hann kveðst sjálfur vera gamall skipstjóri. „Ég myndi ekki kæra mig um að hafa menn undir áhrifum fíkniefna eða áfengis um borð hjá mér.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira