Gervilausnir í gerviveröld Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun