Áslaug ein sú áhrifamesta í NY Sara McMahon skrifar 11. febrúar 2013 09:00 Áslaug Magnúsdóttir, forstjóri Moda Operandi, er talin einn af áhrifamestu einstaklingum tískuiðnaðarins í New York. mynd/Robert Caplin Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld. RFF Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld.
RFF Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira