Vita núna hver ég er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2013 06:30 ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn árið 2012. Fréttablaðið/Anton Það verður lítið úr innanhússtímabilinu hjá besta tugþrautarkappa landsins, ÍR-ingnum Einari Daða Lárussyni. Hann ákvað að velja skynsemina frekar en möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg. Frábært ár í fyrra gefur samt góð fyrirheit fyrir einn allra besta frjálsíþróttamann landsins í dag. „Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt," segir Einar Daði um meiðslin en hann varð að sleppa því að taka boði á sterkt mót í Eistlandi. „Það hefði verið virkilega gaman að fara þangað og EM hefði getað orðið hrikalega skemmtilegt mót ef ég hefði komist inn. Þetta er bara svo lítið í stóru myndinni og maður lærir það eftir því sem maður verður eldri og reyndari í þessu að svekkja sig sem minnst á einhverju svona," segir Einar.Hefur spjallað við Jón Arnar Árið 2012 var frábært hjá Einari Daða sem náði sínum þremur bestu tugþrautum á ferlinum og sú besta, 7898 stig í Tékklandi í júní, er næstbesta tugþrautarafrek Íslendings frá upphafi á eftir Jóni Arnari Magnússyni, og kom honum inn á topp fimmtíu á heimslistanum og í fyrsta sæti yfir besta tugþrautarafrek Norðurlanda á síðasta ári. „Þetta lítur allt rosalega vel út," segir Einar Daði en hann æfði vel í haust. „Ég æfi bara frá degi til dags og sé síðan bara til hvað gerist," segir Einar Daði. Það er aðeins Jón Arnar sem hefur gert betur en Einar Daði í þraut meðal íslenskra tugþrautarmanna. Jón Arnar á þó enn sautján bestu þrautir Íslendings frá upphafi. „Ég hef aðeins spjallað við Jón Arnar. Maður verður að nýta sér allt það sem er í boði og ég reyni að tala við menn sem hafa reynslu í þessu. Fólk má ekki gleyma því að það er fullt af fólki hérna heima sem veit hrikalega mikið um þetta," segir Einar Daði. Þráinn Hafsteinsson er hans aðalþjálfari en fleiri koma líka að þjálfun hans. „Það er vesen að skipuleggja þetta og það eru ekki nógu margir dagar í vikunni fyrir þetta," segir Einar Daði léttur. Hann viðurkennir alveg að góður árangur hefur kallað á meiri áhuga á því sem hann er að gera. „Ég held að væntingarnar verði aldrei meiri en þær sem maður setur á sjálfan sig. Maður verður að reyna að setja sem minnsta pressu því ég held að það sé ekki gott að setja mikla pressu á sig," segir Einar Daði. „Ég ætla bara að gera það sem mér finnst gaman. Mér finnst sjúklega gaman að þessu á hverjum einasta degi. Það er nánast alltaf gaman í þessu. Vonandi getur maður með því að gera það sem manni finnst gaman smitað eitthvað út frá sér og gefið eitthvað af sér í leiðinni," segir Einar.Nóg til fyrir bætingu En hversu góður getur Einar Daði orðið? „Maður veit aldrei hvað gerist. Ég er þokkalega góður núna en gæti orðið miklu betri. Maður veit aldrei hvernig hlutirnir þróast. Það er nóg svigrúm til að bæta sig, alveg fullt, en maður veit aldrei," segir Einar Daði. Hann verður 23 ára gamall í maí og er langt á undan Jóni Arnari þegar litið er á aldurinn. Jón Arnar var ekki byrjaður að keppa í tugþraut á þessum aldri. Einar Daði vill þó ekki að menn einblíni á aldurinn. „Mér finnst svolítið með fólk oft að það segi að þessi sé svona gamall og hann á þetta í dag og þá á hann eftir að ná þessu þegar hann verður 25 eða 26 ára. Hlutirnir eru ekki svona einfaldir og það þarf svo margt að ganga upp til að skila fólki upp í efsta klassa. Það er nóg inni fyrir bætingu. Ég ætla bara að æfa og hafa gaman að því. Svo sé ég bara til hvað gerist," segir Einar. Einar Daði stimplaði sig inn á síðasta ári og á nú auðveldara með að komast inn á flott mót. „Það eru frekar stór tugþrautarmót í gangi í Evrópu. Ég ætla að fara og keppa á þeim og svo nær maður vonandi lágmörkum á þessi stærstu mót, HM, EM og Ólympíuleika. Það er frekar skemmtilegt líka að þeir úti í heimi vita nú hver ég er," segir Einar Daði. Frjálsar íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Það verður lítið úr innanhússtímabilinu hjá besta tugþrautarkappa landsins, ÍR-ingnum Einari Daða Lárussyni. Hann ákvað að velja skynsemina frekar en möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg. Frábært ár í fyrra gefur samt góð fyrirheit fyrir einn allra besta frjálsíþróttamann landsins í dag. „Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt," segir Einar Daði um meiðslin en hann varð að sleppa því að taka boði á sterkt mót í Eistlandi. „Það hefði verið virkilega gaman að fara þangað og EM hefði getað orðið hrikalega skemmtilegt mót ef ég hefði komist inn. Þetta er bara svo lítið í stóru myndinni og maður lærir það eftir því sem maður verður eldri og reyndari í þessu að svekkja sig sem minnst á einhverju svona," segir Einar.Hefur spjallað við Jón Arnar Árið 2012 var frábært hjá Einari Daða sem náði sínum þremur bestu tugþrautum á ferlinum og sú besta, 7898 stig í Tékklandi í júní, er næstbesta tugþrautarafrek Íslendings frá upphafi á eftir Jóni Arnari Magnússyni, og kom honum inn á topp fimmtíu á heimslistanum og í fyrsta sæti yfir besta tugþrautarafrek Norðurlanda á síðasta ári. „Þetta lítur allt rosalega vel út," segir Einar Daði en hann æfði vel í haust. „Ég æfi bara frá degi til dags og sé síðan bara til hvað gerist," segir Einar Daði. Það er aðeins Jón Arnar sem hefur gert betur en Einar Daði í þraut meðal íslenskra tugþrautarmanna. Jón Arnar á þó enn sautján bestu þrautir Íslendings frá upphafi. „Ég hef aðeins spjallað við Jón Arnar. Maður verður að nýta sér allt það sem er í boði og ég reyni að tala við menn sem hafa reynslu í þessu. Fólk má ekki gleyma því að það er fullt af fólki hérna heima sem veit hrikalega mikið um þetta," segir Einar Daði. Þráinn Hafsteinsson er hans aðalþjálfari en fleiri koma líka að þjálfun hans. „Það er vesen að skipuleggja þetta og það eru ekki nógu margir dagar í vikunni fyrir þetta," segir Einar Daði léttur. Hann viðurkennir alveg að góður árangur hefur kallað á meiri áhuga á því sem hann er að gera. „Ég held að væntingarnar verði aldrei meiri en þær sem maður setur á sjálfan sig. Maður verður að reyna að setja sem minnsta pressu því ég held að það sé ekki gott að setja mikla pressu á sig," segir Einar Daði. „Ég ætla bara að gera það sem mér finnst gaman. Mér finnst sjúklega gaman að þessu á hverjum einasta degi. Það er nánast alltaf gaman í þessu. Vonandi getur maður með því að gera það sem manni finnst gaman smitað eitthvað út frá sér og gefið eitthvað af sér í leiðinni," segir Einar.Nóg til fyrir bætingu En hversu góður getur Einar Daði orðið? „Maður veit aldrei hvað gerist. Ég er þokkalega góður núna en gæti orðið miklu betri. Maður veit aldrei hvernig hlutirnir þróast. Það er nóg svigrúm til að bæta sig, alveg fullt, en maður veit aldrei," segir Einar Daði. Hann verður 23 ára gamall í maí og er langt á undan Jóni Arnari þegar litið er á aldurinn. Jón Arnar var ekki byrjaður að keppa í tugþraut á þessum aldri. Einar Daði vill þó ekki að menn einblíni á aldurinn. „Mér finnst svolítið með fólk oft að það segi að þessi sé svona gamall og hann á þetta í dag og þá á hann eftir að ná þessu þegar hann verður 25 eða 26 ára. Hlutirnir eru ekki svona einfaldir og það þarf svo margt að ganga upp til að skila fólki upp í efsta klassa. Það er nóg inni fyrir bætingu. Ég ætla bara að æfa og hafa gaman að því. Svo sé ég bara til hvað gerist," segir Einar. Einar Daði stimplaði sig inn á síðasta ári og á nú auðveldara með að komast inn á flott mót. „Það eru frekar stór tugþrautarmót í gangi í Evrópu. Ég ætla að fara og keppa á þeim og svo nær maður vonandi lágmörkum á þessi stærstu mót, HM, EM og Ólympíuleika. Það er frekar skemmtilegt líka að þeir úti í heimi vita nú hver ég er," segir Einar Daði.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira