Fái ókeypis útsendingar í RÚV Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Nefnd vill leggja fyrir Ríkisútvarpið að veita öllum framboðum til Alþingis sem kjósa útsendingartíma í sjónvarpi og tæknilega aðstoð við gerð kynningarefnis. Fréttablaðið/GVA Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis. Kosningar 2013 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Öll framboð til Alþingis eiga að fá ókeypis aðgang að sjónvarpsútsendingum hjá Ríkisútvarpinu að því er nefnd sem menntamálaráðherra skipaði leggur til. Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga er skipuð fulltrúum allra flokka á Alþingi. Í umsögn til allsherjarnefndar þingsins nefnir nefndin tvær meginröksemdir um mikilvægi gjaldfrjálsra útsendingartíma fyrir framboðin. Annars vegar minnki það aðstöðumun framboðanna og auki jafnræði. Hins vegar dýpki þetta umfjöllunina um valkostina sem bjóðist. Fulltrúar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með framkvæmd alþingiskosninganna 2009. Þeir gagnrýndu tilhögun sem Ríkisútvarpið hafði þá á fyrirhugaðri ókeypis útsendingu á sjónvarpskynningu framboðslista. Þá áskildi RÚV að meirihluti framboðanna myndi samþykkja að vera með. ÖSE segir að þannig hafi fjórir rótgrónari og sterkari flokkar, með því að hafna þátttöku, einfaldlega getað útilokað þrjú ný og veikari framboð frá því að kynna sig á eigin forsendum í sjónvarpi. Það voru einmitt gömlu flokkarnir; Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkur, sem höfnuðu því að vera með svo ekkert varð af útsendingunum 2009. „Er mælt fyrir að Ríkisútvarpið veiti öllum gildum framboðum sjálfstæðan rétt til kynningar á sínum stefnumálum og sá réttur sé ekki háður því að önnur framboð nýti sinn rétt til slíkrar kynningar," segir nefnd um fjölmiðlaaðgang. Aðeins fulltrúi Framsóknarflokksins er ekki með í umsögninni. Nefndin segir forsvarsmenn Ríkisútvarpsins andvíga því að starfsfólk þess taki þátt í gerð kynningarefnis framboðanna með vísan til óhlutdrægni og ritstjórnarlegs sjálfstæðis. Hins vegar sé erfiðara fyrir ný eða minna rótgróin framboð að ná góðum gæðum á sínu efni. Því sé eðlilegt að Ríkisútvarpið leggi til aðstöðu, tækniþekkingu og tæknivinnu en fari þó ekki á skjön við siðareglur og hlutlægni. Framboðin þurfi hins vegar að bera einhvern kostnað við útsendingarnar án þess þó að hann verði þeim of þung byrði. ----------------- Uppfært kl. 10:45 Upphaflega kom fram í fréttinni að það hefði verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem ekki skrifaði undir álit meirihluta nefndarinnar. Hið rétta er að það var fulltrúi Framsóknarflokksins, Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem skrifaði ekki undir. Sunna segir að það hafi verið vegna þess að hún hafi ekki náð að kynna sér umsögn nefndarinnar til hlítar áður en hún var send allsherjarnefnd Alþingis.
Kosningar 2013 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira