Uns verðtryggingin okkur aðskilur… Karl Garðarsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Sviplaus skrifaði ég undir skjölin. Skilnaður að borði og sæng var staðreynd eftir 17 ára samband þar sem engan skugga hafði borið á. Á þessum tíma var ég búinn að greiða af þér samtals 204 sinnum. Upphaflegt lán nam 5 milljónum króna – ég var búinn að borga samviskusamlega rúmar 12 milljónir af þér og eftirstöðvarnar námu 5,6 milljónum. Þetta var ekki sár skilnaður ef þið haldið það, enda var satt best að segja ekki mikil ást í þessu sambandi við Íbúðalánasjóð. Eins og hamstur á hjóli hafði ég reynt að halda í við þig öll þessi ár. Mér tókst að halda mig á hjólinu en frétti af mörgum sem féllu af því. Fékk lítið þakklæti frá þér þrátt fyrir allar greiðslurnar. Líklega var upphaflega lánsupphæðin of lág til að ég ætti skilið þakklæti.Heimilisböl Þetta rifjaðist upp á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina þegar samþykkt var ályktun um afnám verðtryggingar á neytendalánum, en húsnæðislán flokkast þar undir. Loksins var kominn flokkur sem var tilbúinn til að taka afdráttarlausa afstöðu til þessa heimilisböls sem er að keyra þúsundir heimila í þrot. Loksins stjórnmálamenn sem þora að taka á vandanum. Tilfinningin var undarleg. Ég seig niður í sætið. Þremur dögum eftir skilnaðinn við Íbúðalánasjóð gekk ég inn í bankann minn. Það voru að koma jól en lítið um skreytingar í aðþrengdu bankakerfi. Þjónustufulltrúinn tók á móti mér með pókersvip og dreifði úr pappírunum fyrir framan mig. Ég bar mig vel, þóttist lesa smáa letrið og skrifaði svo hratt undir, en forðaðist að líta á lánsupphæðina sem var margfalt hærri en í upphaflega láninu sem ég var að skilja við. Íbúðalánasjóður heyrði sögunni til en í staðinn var kominn nýr aðili í líf mitt sem bar nafn lífeyrissjóðs. Nýtt 40 ára verðtryggt öruggt samband var staðreynd. Reyndar leist mér betur á óverðtryggða sambandið sem sjóðurinn bauð mér líka upp á, en greiðslubyrði þess í byrjun var allt of mikil fyrir tóma budduna. Það var því ekkert val. Kostnaður við lántökuna nam rúmum 600 þúsund krónum. Endalausar línur með skilgreiningum á hinum og þessum gjöldum. Um áramótin fékk ég fyrsta greiðsluseðilinn – lánið hafði hækkað um 120 þúsund krónur á 14 dögum. Ég get hins vegar ekki beðið eftir árinu 2053. Þá borga ég síðustu afborgunina – 93 ára. Ég fór rakleiðis út í búð og keypti lottómiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sviplaus skrifaði ég undir skjölin. Skilnaður að borði og sæng var staðreynd eftir 17 ára samband þar sem engan skugga hafði borið á. Á þessum tíma var ég búinn að greiða af þér samtals 204 sinnum. Upphaflegt lán nam 5 milljónum króna – ég var búinn að borga samviskusamlega rúmar 12 milljónir af þér og eftirstöðvarnar námu 5,6 milljónum. Þetta var ekki sár skilnaður ef þið haldið það, enda var satt best að segja ekki mikil ást í þessu sambandi við Íbúðalánasjóð. Eins og hamstur á hjóli hafði ég reynt að halda í við þig öll þessi ár. Mér tókst að halda mig á hjólinu en frétti af mörgum sem féllu af því. Fékk lítið þakklæti frá þér þrátt fyrir allar greiðslurnar. Líklega var upphaflega lánsupphæðin of lág til að ég ætti skilið þakklæti.Heimilisböl Þetta rifjaðist upp á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina þegar samþykkt var ályktun um afnám verðtryggingar á neytendalánum, en húsnæðislán flokkast þar undir. Loksins var kominn flokkur sem var tilbúinn til að taka afdráttarlausa afstöðu til þessa heimilisböls sem er að keyra þúsundir heimila í þrot. Loksins stjórnmálamenn sem þora að taka á vandanum. Tilfinningin var undarleg. Ég seig niður í sætið. Þremur dögum eftir skilnaðinn við Íbúðalánasjóð gekk ég inn í bankann minn. Það voru að koma jól en lítið um skreytingar í aðþrengdu bankakerfi. Þjónustufulltrúinn tók á móti mér með pókersvip og dreifði úr pappírunum fyrir framan mig. Ég bar mig vel, þóttist lesa smáa letrið og skrifaði svo hratt undir, en forðaðist að líta á lánsupphæðina sem var margfalt hærri en í upphaflega láninu sem ég var að skilja við. Íbúðalánasjóður heyrði sögunni til en í staðinn var kominn nýr aðili í líf mitt sem bar nafn lífeyrissjóðs. Nýtt 40 ára verðtryggt öruggt samband var staðreynd. Reyndar leist mér betur á óverðtryggða sambandið sem sjóðurinn bauð mér líka upp á, en greiðslubyrði þess í byrjun var allt of mikil fyrir tóma budduna. Það var því ekkert val. Kostnaður við lántökuna nam rúmum 600 þúsund krónum. Endalausar línur með skilgreiningum á hinum og þessum gjöldum. Um áramótin fékk ég fyrsta greiðsluseðilinn – lánið hafði hækkað um 120 þúsund krónur á 14 dögum. Ég get hins vegar ekki beðið eftir árinu 2053. Þá borga ég síðustu afborgunina – 93 ára. Ég fór rakleiðis út í búð og keypti lottómiða.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun