Bikarkóngarnir tveir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 07:00 Fannar Freyr Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir hér bikarnum við mikinn fögnuð félaga sinna. Mynd/Daníel Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Tveir menn þekkja það og kunna það betur en flestir að fara í Höllina til að sækja bikargull og sönnuðu það enn einu sinni um helgina. Sigurður Ingimundarson stýrði þá Keflavíkurkonum til 68-60 sigurs á móti Val og lærisveinar Teits Örlygssonar í Stjörnunni unnu sannfærandi sigur á Grindavík, 91-79.Bikarmeistari í tíunda sinn Sigurður Ingimundarson varð bikarmeistari í tíunda sinn, þar af í áttunda sinn sem þjálfari. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var frábær fyrri hálfleikur og flottur varnarleikur. Það er gríðarlega gaman að vinna svona titil og ég á eftir að koma aftur í Höllina undir þessum kringumstæðum," sagði Sigurður kátur eftir leikinn. Sigurður tapaði fyrsta úrslitaleiknum sem þjálfari kvennaliðsins árið 1992 en hefur síðan unnið fimm í röð. Það voru reyndar 17 ár síðan að hann fór síðast með Keflavíkurstelpurnar í bikarúrslit og þá voru nokkrir mánuðir í að einn besti leikmaður hans í úrslitaleiknum á laugardaginn, Sara Rún Hinriksdóttir, fæddist. Teitur var mættur í Höllina í tólfta sinn og hefur aðeins tapað þrisvar, síðast 1995 einmitt á móti Grindavík. Teitur gerði Stjörnuliðið að bikarmeisturum í annað skiptið á laugardaginn því liðið vann enn undir hans stjórn fyrir fjórum árum. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Teits á ferlinum en hann hlaut sjö sem leikmaður Njarðvíkur. „Það var æðislegt að sjá alla Garðbæingana í stúkunni og hvað þetta var allt blátt. Kjarri (Kjartan Atli Kjartansson) söng að bikarinn væri blár í ár, ég ætla að vona að það lag verði spilað eitthvað í kvöld. Það eru ekki mörg lið sem hafa unnið tvo bikartitla á síðustu árum. Það er virkilega gaman en mig og okkur langar að taka annan titil. Við ætlum að rífa okkur upp þar og það byrjar á mánudaginn," sagði Teitur eftir leikinn. Justin og Pálína þekkja þetta Þeir Teitur og Sigurður höfðu líka bikarás upp í erminni því fyrir liðunum inn á vellinum fara tveir sigurvegarar sem eru báðir farnir að búa sér til flotta afrekaskrá í Höllinni. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, var að vinna bikarinn í þriðja sinn á fimm árum og hefur aldrei tapað í úrslitaleik. Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var hins vegar að vinna bikarinn í fjórða sinn á átta árum og hefur nú unnið hann tvisvar með bæði Haukum og Keflavík.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira