Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar 18. febrúar 2013 06:00 Oscar Pistorius Pistorius var leiddur fyrir dómara á föstudag. NordicPhotos/AFP Myndin af morðinu á Reeva Steenkamp, kærustu suðurafríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius er að skýrast. Steenkamp var á föstudag skotin á heimili Pistorius sem hefur verið ákærður fyrir morð á henni. Nágrannar heyrðu öskur úr húsi Pistorius áður en skothvellir glumdu um götuna. Pistorius hefur hins vegar sjálfur sagt lögreglu að hann hafi heyrt hljóð inni á baðherberg, náð í skammbyssu og skotið í gegnum hurð. Hann neitar staðfastlega að hafa myrt Steenkamp af ásettu ráði. Í gær bárust fregnir af því að lögreglan hefði fundið blóðuga krikketkylfu á heimilinu. Kannar hún nú hvort Steenkamp hafi verið lamin með kylfunni en hauskúpa hennar var kramin þegar bráðaliðar mættu á staðinn. Þá hefur lögregla gefið í skyn að skýringar Pistorius á verknaðinum standist ekki enda hafi Steenkamp verið í náttkjól þegar hún var skotin. Grunar lögreglu að Steenkamp hafi fyrst verið skotin í svefnherbergi þeirra, því næst falið sig inni á baðherbergi og verið skotin þrisvar sinnum þar. Vitni sem Pistorius hringdi í eftir skotárásina sá Pistorius bera blóðugan líkama hennar niður tröppur á heimili þeirra. Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. Pistorius, sem er fótalaus, hleypur á gervifótum frá Össuri og hefur verið áberandi í kynningarefni frá fyrirtækinu. Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Össurar, vill ekkert segja til um hvort samstarfinu við Pistorius verður fram haldið. Fyrirtækið vill sjá hvernig málið þróast áður en það bregst frekar við. Oscar Pistorius Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Myndin af morðinu á Reeva Steenkamp, kærustu suðurafríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius er að skýrast. Steenkamp var á föstudag skotin á heimili Pistorius sem hefur verið ákærður fyrir morð á henni. Nágrannar heyrðu öskur úr húsi Pistorius áður en skothvellir glumdu um götuna. Pistorius hefur hins vegar sjálfur sagt lögreglu að hann hafi heyrt hljóð inni á baðherberg, náð í skammbyssu og skotið í gegnum hurð. Hann neitar staðfastlega að hafa myrt Steenkamp af ásettu ráði. Í gær bárust fregnir af því að lögreglan hefði fundið blóðuga krikketkylfu á heimilinu. Kannar hún nú hvort Steenkamp hafi verið lamin með kylfunni en hauskúpa hennar var kramin þegar bráðaliðar mættu á staðinn. Þá hefur lögregla gefið í skyn að skýringar Pistorius á verknaðinum standist ekki enda hafi Steenkamp verið í náttkjól þegar hún var skotin. Grunar lögreglu að Steenkamp hafi fyrst verið skotin í svefnherbergi þeirra, því næst falið sig inni á baðherbergi og verið skotin þrisvar sinnum þar. Vitni sem Pistorius hringdi í eftir skotárásina sá Pistorius bera blóðugan líkama hennar niður tröppur á heimili þeirra. Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. Pistorius, sem er fótalaus, hleypur á gervifótum frá Össuri og hefur verið áberandi í kynningarefni frá fyrirtækinu. Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Össurar, vill ekkert segja til um hvort samstarfinu við Pistorius verður fram haldið. Fyrirtækið vill sjá hvernig málið þróast áður en það bregst frekar við.
Oscar Pistorius Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira