Krónan líklegust til að verða að bitbeini Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu á landsfundi árið 2011. Árið áður bauð Pétur Blöndal sig óvænt fram gegn sitjandi formanni. Í fyrra laut svo Hanna Birna Kristjándóttir í lægra haldi fyrir Bjarna.l Fréttablaðið/Daníe Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira