Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur. Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur.
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira