Raforkukerfið stendur byggð fyrir þrifum og veldur hættu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Guðmundur Ingi Ásmundsson Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Flutningskerfi raforku á Íslandi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi. Þá standa veikleikar í kerfinu byggðaþróun fyrir þrifum og þýða það að möguleikar á uppbyggingu atvinnulífs á ákveðnum svæðum eru takmarkaðir. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um langtímauppbyggingu flutningskerfis raforku á aðalfundi Samorku á föstudag. „Stór hluti landsins stenst öryggiskröfur en þrjú svæði gera það ekki. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Á Reykjanesi og á Vestfjörðum er einungis ein flutningslína og fari línan út veldur það miklum vandamálum," segir Guðmundur og heldur áfram: „Stærsta og flóknasta vandamálið er hins vegar byggðalínan sem þjónustar allan austari helming landsins. Hún var byggð fyrir þrjátíu árum og hefur ekkert verið styrkt síðan og það er tími til kominn." Guðmundur segir að þessi staða sé í fyrsta lagi hættuleg þar sem kerfið sé vanbúið til að takast á við meiriháttar áföll. Þá segir hann það geta hamlað atvinnuuppbyggingu á vissum svæðum. „Á þessum svæðum þar sem flutningskerfið er fulllestað, eins og á Austurlandi, þá er ekki hægt að bæta við neinum orkufrekum aðilum án þess að taka þá orku frá öðrum," segir Guðmundur. Þá kom fram í erindi Guðmundar að Landsnet stefndi að því að leggjast í fjárfestingar í raforkukerfinu fyrir 77 milljarða króna á næstu tíu árum. Var þá miðað við að hlutfall jarðstrengja yrði 27% og að ekki yrði nauðsynlegt að leggjast í frekari framkvæmdir vegna orkufreks iðnaðar. „Við leggjum mesta áherslu á að byggja nýja háspennulínu á Reykjanesi og þrjár línur sem liggja samanlagt alveg frá Blönduvirkjun til Fljótsdalsvirkjunar. Þessi verkefni eru brýnust en þar að auki hyggjumst við leggjast í ýmsar minni fjárfestingar í nærkerfinu til að leysa staðbundin vandamál, svo sem á Vestfjörðum," segir Guðmundur.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira