Opið bréf til borgarstjóra og menntamálaráðherra Sigríður Hallsteinsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég á tvö börn í grunnskóla og eitt í leikskóla og er ég sjálf umsjónarkennari átján barna í 1. bekk. Nemendur mínir eru frábærir og oftast finnst mér gaman í vinnunni. Ég tel mig gera mitt besta til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, en þegar ég horfi til baka þessi tíu ár sem ég hef verið við kennslu þá veit ég að ég hef ekki sinnt nemendum mínum eins og „skóli án aðgreiningar“ gerir ráð fyrir. Það er ekki af því ég hef ekki viljað það heldur af því að mér hafa ekki verið skapaðar þær aðstæður til að vinna í svo ég geti það. Í grunnskólana þarf fleiri sérhæfða aðila sem hafa þekkingu og ekki síður reynslu til að vinna með þann fjölbreytileika sem er í grunnskólum borgarinnar. Umsjónarkennari eyðir sífellt stærri hluta af hverri kennslustund í að sinna sértækum hegðunar- og námserfiðleikum fárra nemenda sem gerir það að verkum að hinn hluti nemenda fær sífellt minni tíma – en þeir eiga samt sama rétt sem þýðir að við göngum smátt og smátt á þeirra rétt. Í dag finnst mér „skóli án aðgreiningar“ hvorki vera að virka fyrir þá nemendur sem hafa hegðunarerfiðleika eða þroskaskerðingar á einhvern hátt né þessa „normal“ nemendur. Margir þrífast ekki í stórum bekkjum og ef þeir eru inni í bekk skerða þeir vinnuskilyrði annarra nemenda með áreiti og hegðun. En munum að allir eiga rétt á að líða vel í skóla og að þeim sé skapað öruggt vinnuumhverfi – líka þessum „normal“ nemendum.Komið til móts við þarfir Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóli) og liðið miklu betur. Það er ekki vegna þess að kennarar eða starfsfólk var vont við þá eða fannst þeir ekki hluti af nemendum sínum, heldur af því í Klettaskóla er hægt að koma til móts við þarfir hvers og eins – þar eru sérfræðingar og bekkjarstærðir í takt við þarfir nemenda. Sérfræðingar fyrir almennu grunnskólana í Reykjavík eru staðsettir á þjónustumiðstöðvum hverfanna. Þeirra helsta hlutverk er að funda með kennurum og þeim aðilum sem koma að nemendum og gefa þeim ráð – vissulega koma oft góð ráð, en spurningin sem kemur svo í framhaldinu er oft sú hvort þetta sé framkvæmanlegt inni í bekk með yfir 20 aðra nemendur sem þurfa líka sína þjónustu. Það er eins og það sé einhver skekkja í þessu – við höfum ekki mannskap og úrræði í grunnskólum Reykjavíkur til að vinna eftir þessum ráðum án þess að ganga á hlut hins „normal“ nemanda. Ég er ekki ein um að hafa áhyggjur af því hvert við erum að stefna með grunnskólana í Reykjavík. Því spyr ég, háttvirtur borgarstjóri Jón Gnarr, hvernig standi á að þetta sé svona? Ertu á leiðinni að setja meira fjármagn í skólana til að „skóli án aðgreiningar“ verði framkvæmanlegri stefna en hún er í dag? Hvað segir háttvirtur menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir? Er þetta af því að einhverjir „sérfræðingar“ úti í bæ segja að þetta sé gott? Eru þessir „sérfræðingar“ meðvitaðir um það sem er að gerast innan veggja grunnskólanna? Hvað er til ráða?
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar