Er lítið mál að lofa of miklu? Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega. En það er meira sem hangir á króknum. Lífeyrissjóðirnir hafa nefnilega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna. Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá lífeyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til viðbótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja!Opinberu lífeyrissjóðirnir Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerðing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunaráhrif lækkunar á kröfum Íbúðalánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niðurfærsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lögvarðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörðum króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan framkvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðsins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta lífeyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgarhverfunum og fólkið á landsbyggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna!Bankarnir eru þá eftir Og þá eru bankarnir eftir. Samkvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu innlánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. áramót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar?Menntuð þjóð Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveldlega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfirlýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar annarra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðanlegum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilið að fá. Meiri verður nú uppskeran ekki… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein minni um sama efni ræddi ég um þann vanda sem niðurfærsla á lánum Íbúðalánasjóðs um 20% mun hafa í för með sér fyrir lífeyrissjóði og lífeyrisþega. En það er meira sem hangir á króknum. Lífeyrissjóðirnir hafa nefnilega líka lánað sjóðfélögum verðtryggð lán til húsnæðiskaupa. Þau á líka að lækka um 20%. Þessi lán nema nú um 175 milljörðum króna. Lækkun þeirra um 20% kostar 35 milljarða króna. Nú er það svo að sjóðfélagalánin nema misháum fjárhæðum hjá lífeyrissjóðunum og eru því mishátt hlutfall af heildareign þeirra hvers um sig. Hjá þeim sem verst standa myndi slík aðgerð sem gerð yrði í einni sjónhendingu þýða u.þ.b. 2% lækkun lífeyrisgreiðslna en hjá öðrum minna. Þá færi nú heldur betur að kreppa að afa og ömmu – en er það ekki bara sanngjarnt? Þessi lækkun kæmi auðvitað til viðbótar þeirri lækkun sem áhrifin af 20% lækkun á eign sjóðanna vegna niðurskurðarins hjá Íbúðalánasjóði myndi hafa – en er það ekki bara sanngjarnt líka? Ekki eru afi og amma að byggja!Opinberu lífeyrissjóðirnir Þessir sjóðir eru svo kapítuli út af fyrir sig. B-deild LSR er baktryggð hjá ríkissjóði þannig að skerðing þess sjóðs kemur bara fram á auknum álögum á skattborgara til viðbótar við skattahækkunaráhrif lækkunar á kröfum Íbúðalánasjóðs. A-deildin er hins vegar sjálfstæð með sjálfstæðan fjárhag. Heildareignir A-deildarinnar nema um 220 milljörðum króna. Verðtryggð lán nema um 15% af þeirri fjárhæð eða 33 milljörðum króna. 20% niðurfærsla þeirra lána kostar því 6,6 milljarða króna. Lífeyrisgreiðslur í opinbera geiranum eru lögvarðar þannig að A-deildin gæti ekki mætt þessu með skerðingu lífeyris eins og almennu sjóðirnir geta gert. Eina úrræðið væri hækkun sem nemur 6,6 milljörðum króna í iðgjaldagreiðslum frá ríkinu. Væri niðurfærslan framkvæmd í sjónhendingu eins og rætt er um og í sömu sjónhendingu, á sama ári, yrði að bæta sjóðnum tapið yrði iðgjaldagreiðslan, sem nú er 15,5%, að hækka upp í 40% á því ári vegna áhrifa tekjutaps sjóðsins! Slíkt væri ekki hægt að gera þó málið sé afskaplega sanngjarnt (sic!) heldur yrði líklega brugðið á það ráð að hækka iðgjaldið í 17-18% og láta þá hækkun standa undir eignamissinum, sem myndi þá taka sjóðinn 30-40 ár að fá til baka. En þá væri líka hægt að láta börnin hjálpa pabba og mömmu við að borga því þá væru þau komin á skattskrá og yrðu að hjálpa til við að bæta lífeyrissjóðnum tekjutapið. En það er náttúrlega afskaplega sanngjarnt eins og fyrr er sagt. Allir taka þátt: Nágrannarnir, fólkið í hinum borgarhverfunum og fólkið á landsbyggðinni, afi og amma og börnin og jafnvel barnabörnin líka. Kannski einhverjir útlendingar í ofanálag. Ja hérna!Bankarnir eru þá eftir Og þá eru bankarnir eftir. Samkvæmt upplýsingum sem fá má hjá Seðlabanka Íslands áttu innlánsstofnanir 245 milljarða króna í verðtryggðum lánum um sl. áramót. Þá fjárhæð á í sjónhendingu að lækka um 20% eða 24 milljarða króna. En auðvitað er sanngjarnt að allir þeir sem eiga eitthvað sparifé í banka og hluthafar taki þátt í að létta skuldabyrði skuldugra heimila. Nema hvað? Þarf nokkuð að ræða það frekar?Menntuð þjóð Sagt er að Íslendingar séu menntuð þjóð. Fyrir slíka þjóð er hægur vandi að fá með örfáum símtölum og fyrir tilverknað netsins upplýst við hvaða vandamál menn segjast vera að fást við. Það hefur verið gert hér og hver og einn lesandi getur auðveldlega gengið úr skugga um að rétt sé frá sagt. Ætlar sú þjóð virkilega að láta það yfir sig ganga að sagt sé við hana að þennan vanda eigi að leysa með sanngjörnum hætti en ekki sé unnt að segja frá því hvernig fyrr en fjórum mánuðum eftir kosningar? Á ég svo að trúa því að frambjóðendur flokks, sem ég hef stutt, láti henda sig að vera með sambærilegar yfirlýsingar – að lofa og lofa ekki upp í eigin ermi heldur upp í ermar annarra án þess svo mikið sem að geta stunið því upp með hvaða viðráðanlegum og skynsamlegum hætti þeir ætla að efna loforðin? Eða vilja kjósendur láta blekkjast – hlusta bara á það sem þeim þykir gott að heyra? Sé svo munu kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilið að fá. Meiri verður nú uppskeran ekki…
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun