Brottkast myndað af sjófugli Svavar Hávarðsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Myndirnar sýna skip á veiðum frá þessu sjónarhorni og þar með hegðun annarra sjófugla. nordicphotos/getty Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Hugvitssamleg notkun myndavélartækni hefur gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit á sjó. Vísindamenn festu myndavélar á tíu súlur, sem er stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust með hversu mikið sjófuglar sækja í brottkast fiskiskipa við veiðar; heilan fisk og fiskúrgang. Með þessu freistuðu þeir þess að finna svör við því hvort bann við brottkasti á nýtanlegum fiski gæti haft áhrif á fuglastofna, auk upplýsinga um hegðunarmynstur þeirra. Gárungar setja fram þá kenningu að fundin sé tækni til að vakta ólöglegt brottkast. Rannsóknin er unnin af hópi franskra og breskra vísindamanna undir handleiðslu Steves Votier hjá Plymouth-háskóla. Rannsóknin fór fram undan strönd Bretlandseyja, en í kringum eyjarnar hafast tveir þriðju súlustofnsins við. Niðurstöðurnar voru birtar í Plos One, sem er ritrýnt vísindatímarit. Aðferðafræðin var í raun einföld; tíu myndavélar sem ætlaðar eru til að fylgjast með gæludýrum voru festar á fuglana. Fyrst sneru vélarnar fram en veiðiaðferð súlunnar, svokallað súlukast þar sem fuglinn stingur sér á miklum hraða í sjóinn, varð til þess að vélunum var snúið aftur. Afraksturinn var 20.000 myndir sem gáfu nýja sýn á hegðun sjófugla við ætisleit. Staðsetningarbúnaður var síðan nýttur til að auka við gildi rannsóknarinnar og kortleggja flug þeirra. Ljóst er að súlurnar, og fjöldi annarra sjófugla, sækja mjög í það æti sem gengur út af fiskiskipum við veiðar, sem einnig á við um Íslandsmið, eins og þekkt er. Þó einskorðast ætisleit þeirra ekki við skipin, heldur fer hún saman við veiðar á lifandi æti. Þetta staðfestir rannsóknin. Eins og þekkt er stefnir Evrópusambandið að því að banna brottkast á nýtanlegum fiski, sem í dag er gríðarlegt. Þetta er talið hafa áhrif á sjófugla og að vakta þurfi áhrif bannsins á vistkerfi fuglanna í framtíðinni. Hliðarafurð verkefnisins virðist blasa við. Ljóst er að notkun myndavéla getur gagnast til rannsókna á fuglum og hegðunarmynstri þeirra með mjög árangursríkum hætti. Á sama hátt er spurt hvað útiloki að nýta tæknina til þess að leysa flókin verkefni sem stjórnvöld um allan heim hafa leitað lausna við; að nota sjófugla til þess að fylgjast með brottkasti fiskiskipa í framtíðinni þar sem það verður með öllu bannað. Ísland er þar ekki undanþegið.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira