Innlent

Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans

Kjartan Gunnarsson
Kjartan Gunnarsson
Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr.

Kjartan var gestur á fundinum í Þjóðminjasafninu í gær og greindi frá þessu þegar honum gafst færi á að bera upp spurningu. Hann sagði að dómari hefði veitt þessa heimild en saksóknari hins vegar gripið í tómt hjá símafyrirtækjunum, enda væru þessar upplýsingar ekki geymdar nema í hálft ár.

Kjartan spurði Stefán hvort honum fyndist þetta eðlilegt en það varð fátt um svör hjá Stefáni, sem sagðist illa geta tjáð sig um einstök mál, hvað þá mál annarra lögregluembætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×