Óþarfir leiðtogar Pawel Bartoszek skrifar 15. mars 2013 06:00 Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Suður-Afríka Óvissa ríkir nú í Suður-Afríku í kjölfar frétta af hrakandi heilsu hins 95 ára gamla leiðtoga landsins, Nelsons Mandela. Hafin er hatrömm barátta innan flokks Mandela, Afríska þjóðarráðsins, um hver eigi að taka við af honum. „Við erum hrædd,“ sagði hin 24 ára gamla Abri frá Höfðaborg. „Við höfum aldrei haft annan leiðtoga. Við getum ekki hugsað okkur líf með einhverjum öðrum forseta.“ Margir fréttaskýrendur óttast um framtíð lýðræðis í landinu. Sumir óttast að kynþáttastríð kunni að breiðast út, jafnvel að hvíti minnihlutinn reyni að hrifsa til sín völd á ný og endurvekja aðskilnaðarstefnuna. Aðrir óttast hið þveröfuga: miklar ofsóknir á hendur hvítu fólki. Í stuttu máli sagt veit enginn hvað næstu mánuðir muni bera í skauti sér. Bresk stjórnvöld hafa hvatt þegna sína til takmarka ferðalög til landsins. …Nei, bíddu við, það er ekki alveg þannig. Nelson Mandela var við völd á árunum 1994-1999. Síðan þá hefur Suður-Afríka haft tvo forseta. Þótt ríkið glími eins og önnur ríki við ýmsan vanda, þótt ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Afríska þjóðarráðið hafi of ráðandi stöðu á pólitíska sviðinu (flokkurinn fær enn 65% fylgi í kosningum), er óhætt að fullyrða að umskiptin úr kynþáttaaðskilnaði yfir í lýðræði hafi almennt heppnast vel. Auðvitað hefði Nelson Mandela getað náð jafnmörgum kjörtímabilum og Hugo Chavez. En lýðræðið í Suður-Afríku myndi ekki hafa gott af því. Tékkland Herinn er í viðbragðsstöðu eftir andlát Vaclavs Havel, forseta Tékklands, og skólar hafa verið lokaðir í viku. Havel var afar vinsæll heima fyrir þótt hann hafi stundum verið gagnrýndur á alþjóðavettvangi fyrir meinta einræðistilburði. Hann lagði til stjórnarskrárbreytingar árið 2007 sem gerðu honum kleift að ná endurkjöri til ársins 2014. Fastlega var gert ráð fyrir að hann myndi sigra þær kosningar einnig en lungnakrabbameinið kom í veg fyrir það. Algjör óvissa ríkir nú um pólitíska framtíð landsins og óljóst er hver muni fylla það tóm sem andlát Havels skilur eftir sig en Havel sjálfur lét vera að útnefna eftirmann. Helstu leiðtogar í tékkneskum stjórnmálum mærðu hann í bak og fyrir við minningarathöfn í gærkvöldi. Þegar er farið að tala um hann sem „hinn eilífa forseta“. Stjórnmálaástandið er þó afar tvísýnt og meðal annars kom til átaka við útför hans. Sumir óttast að tékkneskt lýðræði kunni að vera í hættu. …Nei, bíddu þetta var ekki þannig. Venesúela Herinn var kallaður út og lögregla sett í viðbragðsstöðu eftir andlát hins vinsæla en umdeilda Hugos Chavez, forseta Venesúela. Chavez náði fyrst kjöri árið 1998. Hann setti landinu nýja stjórnarskrá ári síðar. Hann reyndi svo í tvígang að breyta henni til að afnema takmörk á fjölda kjörtímabila og tókst það í seinna skiptið. Hann náði svo kjöri í fjórða sinn í október og kjörtímabil hans átti að hefjast í janúar. Stjórnarskrá Venesúela segir að ef kjörinn forseti deyr áður en hann nær að sverja embættiseið sinn eigi þingforseti að taka við. Deyi forseti eftir athöfnina taki varaforsetinn við. Hugo Chavez var of lasinn til að mæta í eigin setningarathöfn 10. janúar svo henni var frestað. Engu að síður var varaforsetinn (ekki þingforsetinn) látinn taka við. Boða átti til kosninga innan við þrjátíu dögum frá andláti forsetans. Chavez dó 5. mars. Kosningarnar verða 14. apríl, eða 40 dögum eftir andlátið. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessum og öðrum tilraunum stjórnmálamanna úr flokki Chavez til að beygja stjórnskipan landsins sér í hag. Nú ætla ég ekki að kalla Chavez einræðisherra, því ég hugsa að þann titil verðskuldi hann ekki. Honum tókst meira segja að tapa kosningum (um stjórnarskrárbreytingar árið 2007), nokkuð sem besti vinur hans Castro hefur ekki enn afrekað. En leiðtogar verða metnir eftir því hvernig þeir skilja við lönd sín. Í þeim samanburði er ekki annað hægt en að dást að mönnum eins og Mandela og Havel. Sumir virðast kunna það betur en aðrir að hætta að vera vinsælir leiðtogar og verða bara vinsælir menn. Helst óþarfir líka. Því það er stundum yndislegast og best.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun