50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson skrifar 21. mars 2013 06:00 Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar