Það er aðeins ein leið fær Einar K. Guðfinnsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun