Ættingjar kveðja stúlkuna í dag Stígur Helgason skrifar 26. mars 2013 06:00 Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn." Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn."
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira