Ættingjar kveðja stúlkuna í dag Stígur Helgason skrifar 26. mars 2013 06:00 Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn." Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn."
Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira