Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Þorgils Jónsson skrifar 26. mars 2013 00:00 Hvítabjörninn var kominn hálfur inn í kofann þegar hann var felldur með skammbyssuskoti. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem björn er drepinn á Svalbarða. Mynd/Arild Lyssand Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. Fólkið, sem er á fimmtugsaldri er búsett á Svalbarða og var vel útbúið. Í norskum miðlum kemur fram að fólkið reyndi fyrst að fæla björninn, sem var karldýr, í burtu, en hann gerðist sífellt ágengari þar til hann réðist á kofann og reyndi að troða sér inn um glugga. Arild Lyssand, yfirlögregluþjónn á Svalbarða, segir í samtali við Fréttablaðið að parið hafi reynt allt til að fæla björninn burtu, meðal annars hafði konan skotið fjórum neyðarblysum að birninum, sem lagði alltaf aftur til atlögu og var kominn hálfur inn í kofann. Maðurinn lagði svo björninn að velli með því að skjóta hann einu skoti í augað með 44 kalíbera skammbyssu. Hvítabirnir eru nokkuð algengir á þessum slóðum, og eru alfriðaðir nema um nauðvörn sé að ræða. Það er þó ekki algengt að til þess þurfi að koma, enda eru um tvö ár síðan björn var síðast felldur á Svalbarða. Lars Erik Alfheim, aðstoðarsýslumaður á Svalbarða sagði í samtali við Aftenposten að ekkert benti til annars en að um nauðvörn hafi verið að ráð í þessu tilfelli. „Þau virðast hafa reynt flestallt annað, en björninn bara gaf sig ekki." Alfheim sagði ekki auðvelt að segja hversu algengt sé að birnir reyni að brjótast inn í kofa með þessum hætti, eða hvað hafi drifið hann áfram. „Hann hefur kannski verið á höttunum eftir æti, en það er mjög erfitt að gefa sér nokkuð um framferði hvítabjarna." Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. Fólkið, sem er á fimmtugsaldri er búsett á Svalbarða og var vel útbúið. Í norskum miðlum kemur fram að fólkið reyndi fyrst að fæla björninn, sem var karldýr, í burtu, en hann gerðist sífellt ágengari þar til hann réðist á kofann og reyndi að troða sér inn um glugga. Arild Lyssand, yfirlögregluþjónn á Svalbarða, segir í samtali við Fréttablaðið að parið hafi reynt allt til að fæla björninn burtu, meðal annars hafði konan skotið fjórum neyðarblysum að birninum, sem lagði alltaf aftur til atlögu og var kominn hálfur inn í kofann. Maðurinn lagði svo björninn að velli með því að skjóta hann einu skoti í augað með 44 kalíbera skammbyssu. Hvítabirnir eru nokkuð algengir á þessum slóðum, og eru alfriðaðir nema um nauðvörn sé að ræða. Það er þó ekki algengt að til þess þurfi að koma, enda eru um tvö ár síðan björn var síðast felldur á Svalbarða. Lars Erik Alfheim, aðstoðarsýslumaður á Svalbarða sagði í samtali við Aftenposten að ekkert benti til annars en að um nauðvörn hafi verið að ráð í þessu tilfelli. „Þau virðast hafa reynt flestallt annað, en björninn bara gaf sig ekki." Alfheim sagði ekki auðvelt að segja hversu algengt sé að birnir reyni að brjótast inn í kofa með þessum hætti, eða hvað hafi drifið hann áfram. „Hann hefur kannski verið á höttunum eftir æti, en það er mjög erfitt að gefa sér nokkuð um framferði hvítabjarna."
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira