
Er Ísland eyland?
Á Íslandi eru það AGS, framkvæmdavaldið og Seðlabanki Íslands sem gegna hlutverki gæslumanna fjármagnsins. Alþýðusamband Íslands, brjóstvörn almennings, horfir aðgerðalaust á og lætur sig það engu skipta þótt eignir og fjármunir séu millifærðir til þeirra sem betur mega sín.
Alþingi, löggjafarvaldið, hefur selt sig sérhagsmunaaðilum og berst fyrir þeirra hagsmunum en hefur vanrækt almenning sem skaðast hefur af bankahruninu.
Nýjasta dæmið um ofangreint er Kýpur. Þar fara bankarnir í gjaldþrot vegna mikillar og dómgreindarlausrar lánastarfsemi. Síðan geta ekki allir endurgreitt og allt fer í steik. Ef um raunverulegt einkafyrirtæki með snefil af ábyrgðartilfinningu væri að ræða færu þeir á hausinn og sagt væri frá því á innsíðum dagblaðanna. Það sem gerist er að AGS, framkvæmdavald ESB og Seðlabanki Evrópu mæta á staðinn og þröngva skattgreiðendum til að taka á sig tap bankanna og til þess þurfa þeir að taka gríðarstór lán hjá fyrrnefndum aðilum. Til að tryggja endurgreiðslur lánanna verður að veðsetja auðlindir og lífeyrissjóði almennings á Kýpur.
Hér er um endurtekið ferli að ræða. Lettland, Ísland, Írland, Grikkland, Portúgal, Spánn o.s.frv. Það er hægt að tala um munstur. Bankar skuldsetja ríkissjóði í óborganlega skuld og til að standa í skilum fjúka auðlindir og ríkisfyrirtæki eru seld á brunaútsölu til einkaaðila. Almenningur er skattlagður, laun og eftirlaun skorin niður, velferðarkerfið skorið niður og skuldir almennings við bankakerfið eru innheimtar af fullri hörku. Og þá erum við komin til Íslands.
Úr pyngju almennings
Á Íslandi eru bankarnir og aðrar lánastofnanir að reyna að ná eins miklum fjármunum úr pyngju almennings sem skulda húsnæðislán og hægt er. Viðhald verðtryggingarinnar er hluti af því. Fjórflokkurinn er sammála þessu framferði þeirra. Dögun hefur ákveðið að hjóla í fjármálavaldið og setja því ramma sem hentar almenningi mun fremur en lánadrottnum. Við ætlum að afnema verðtrygginguna og setja á vaxtaþak. Við ætlum líka að leiðrétta forsendubrestinn. Þau stjórnmálaöfl sem gefa fjármálavaldinu einhvern afslátt hvað þetta varðar eru ekki í liði með almenningi því ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er styrjöld í gangi og að hírast í einskismannslandi er ekki valkostur.
Kýpverjar þurfa að veðsetja gaslindir sínar sem enn eru ekki virkjaðar. Eins er komið fyrir okkur því fjármálavaldið vill komast yfir auðlind okkar í hafinu, fiskinn. Kjörnir fulltrúar okkar voru knésettir af LÍÚ á liðnu kjörtímabili. Í raun er útvegurinn undir hælnum á bönkunum því hann skuldar þeim svo mikið. Enn er Dögun á tánum og vill að auðlindir landsins séu eign almennings og þar með fiskurinn líka og nýting hans sé almenningi til heilla en ekki kvótaeigendum, sem hugsa fyrst og fremst um að skapa sér gróða og standa í skilum við bankakerfið, sem á þá í raun.
Undiralda í Evrópu
Í Evrópu er undiralda sem stóru miðlarnir segja ekki frá. Hundruð grasrótarhópa, verkalýðsfélaga og sjálfsprottinna andstöðuhópa sem vilja nýja Evrópu, nýtt ESB. Þessir hópar berjast fyrir auknum völdum almennings, auk alls þess sem að framan greinir. Þeir hafa horft til framgöngu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi og bundið vissar vonir við hana sem fordæmisgefandi innan ESB. Ný stjórnarskrá hér og í Evrópu gæti gefið almenningi vald til að hnekkja valdi fjármálaaflanna. Kannski er það langsóttur draumur en samt draumur margra Evrópubúa. Að færa völd til almennings með nýrri stjórnarskrá er eitur í beinum fjármálaaflanna en þar hefur Dögun reynt sitt ýtrasta til að svo megi verða.
Ef einhver hélt að Ísland væri eyland þá er það misskilningur, ekki frekar en Kýpur.
Það sem Dögun er að reyna að gera er að setja skulduga einstaklinga og fyrirtæki í mannsæmandi samningsaðstöðu við lánadrottna og kalla fram réttlæti í viðskiptum. Tryggja auðlindir í eigu þjóðarinnar og að ágóði þeirra renni til þjóðarinnar. Fjármálavaldið hefur tögl og hagldir á framkvæmdavaldinu en með breyttum grunnreglum, stjórnarskrá, vill Dögun veita almenningi aukin völd. Framtíðarsýnin er að almenningur hafi fulla stjórn á sérhagsmunaaðilum þjóðfélagins og við höfnum því að fjármálakerfið rústi tilveru okkar, því ætlum við að breyta. Þeirri sýn deilum við með mörgum í Evrópu í dag og þess vegna erum við ekkert eyland, enda mun það skipta máli það sem við gerum. Látum því ekki smámuni þvælast fyrir okkur og höldum ótrauð áfram að settu marki.
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar