Vinstri menn og atvinnulífið Margrét K. Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2013 06:00 Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar