Það er gaman á netinu óháð aldri Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar 9. apríl 2013 00:01 Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun