XXX Rottweiler snýr aftur með nýja plötu Freyr Bjarnason skrifar 10. apríl 2013 12:00 Fyrsta plata rappsveitarinnar XXX Rottweiler í rúman áratug er í undirbúningi. „Við erum komnir með tvö ný lög sem við vorum að klára um daginn sem eru „illuð"," segir Erpur Eyvindarson, öðru nafni BlazRoca. Annað lagið nefnist Þú veist og er á leiðinni í útvarpsspilun. „Lúlli, ég og Bent fórum út á land og lágum yfir þessu. Þetta er eins og Rottweiler á að vera, mjög hart og mjög „dirty". Engin miskunn." Rottweiler hefur á ferli sínum gefið út tvær stórar plötur, XXX Rottweiler hundar sem kom út 2001 og Þú skuldar sem kom árið eftir. Sú fyrrnefnda hafði að geyma lögin Þér er ekki boðið, Bent nálgast og Sönn íslensk sakamál, sem öll slógu í gegn. Á þessum rúma áratug sem er liðinn hafa bæði Bent og Erpur gefið út sólóplötur, auk þess sem Erpur gerði plötu með Hæstu hendinni. Meðfram þessu hafa komið út stöku lög með Rottweiler, þar á meðal Gemmér og Klárum allt í kvöld, en hægt er að horfa á myndbandið við það síðarnefnda í spilaranum hér fyrir ofan. Aðspurður segir Erpur óvíst hvenær nýja platan kemur út. „Útgáfumál breytast rosalega hratt. Ég seldi gull af Kópacabana [sólóplötunni] en það er rosalega mikil vinna á bak við það að selja plötu. Auðvitað er plötusala ekki búin eins og Mugison og Ásgeir Trausti vita. Hér áður fyrr tóku menn áhættu en núna held ég að plata þurfi að seljast í fimm til tíu þúsund eintökum til að fólk treysti sér til að kaupi hana. Það er mjög ferskt sánd á þessari plötu og við viljum að allt við hana verði ferskt." Erpur segir XXX Rottweiler í góðu formi þrátt fyrir að hafa ekki gefið út lengi. „Við erum mjög graðir í þetta núna. Það er rosalega mikil stemning fyrir þessu," segir hann og telur rappsveitina enn eiga fullt erindi á markaðinn. „Þetta hefur ekki breyst neitt. Við eigum þetta „shit"." Hvítir skór á næstu plötuÁsgeir Trausti og Erpur í Hvítir skór myndbandinu.Auk þess að vinna í nýrri plötu XXX Rottweiler er Erpur að undirbúa aðra sólóplötu sína. Á meðal laga á henni verður hið vinsæla Hvítir skór sem hann samdi með Ásgeiri Trausta. Annað lag af plötunni er að klárast en það kemur út síðar. Óvíst er hvort platan kemur út á þessu ári. Erpur er einnig að aðstoða bróðir sinn, rapparann Sesar A, við að taka upp efni með nokkrum ungum og efnilegum röppurum.Frétt um ákæruna á hendur Móra birtist í gær.Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að hafa elt Erp um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Þrjú ár eru liðin frá atvikinu. Erpur segist ekkert hafa tjáð sig um málið hingað til og ætli ekki að gera það fyrr en því lýkur. Hann tekur þó fram að hann sé ánægður með að málið sé komið fyrir rétt. Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fyrsta plata rappsveitarinnar XXX Rottweiler í rúman áratug er í undirbúningi. „Við erum komnir með tvö ný lög sem við vorum að klára um daginn sem eru „illuð"," segir Erpur Eyvindarson, öðru nafni BlazRoca. Annað lagið nefnist Þú veist og er á leiðinni í útvarpsspilun. „Lúlli, ég og Bent fórum út á land og lágum yfir þessu. Þetta er eins og Rottweiler á að vera, mjög hart og mjög „dirty". Engin miskunn." Rottweiler hefur á ferli sínum gefið út tvær stórar plötur, XXX Rottweiler hundar sem kom út 2001 og Þú skuldar sem kom árið eftir. Sú fyrrnefnda hafði að geyma lögin Þér er ekki boðið, Bent nálgast og Sönn íslensk sakamál, sem öll slógu í gegn. Á þessum rúma áratug sem er liðinn hafa bæði Bent og Erpur gefið út sólóplötur, auk þess sem Erpur gerði plötu með Hæstu hendinni. Meðfram þessu hafa komið út stöku lög með Rottweiler, þar á meðal Gemmér og Klárum allt í kvöld, en hægt er að horfa á myndbandið við það síðarnefnda í spilaranum hér fyrir ofan. Aðspurður segir Erpur óvíst hvenær nýja platan kemur út. „Útgáfumál breytast rosalega hratt. Ég seldi gull af Kópacabana [sólóplötunni] en það er rosalega mikil vinna á bak við það að selja plötu. Auðvitað er plötusala ekki búin eins og Mugison og Ásgeir Trausti vita. Hér áður fyrr tóku menn áhættu en núna held ég að plata þurfi að seljast í fimm til tíu þúsund eintökum til að fólk treysti sér til að kaupi hana. Það er mjög ferskt sánd á þessari plötu og við viljum að allt við hana verði ferskt." Erpur segir XXX Rottweiler í góðu formi þrátt fyrir að hafa ekki gefið út lengi. „Við erum mjög graðir í þetta núna. Það er rosalega mikil stemning fyrir þessu," segir hann og telur rappsveitina enn eiga fullt erindi á markaðinn. „Þetta hefur ekki breyst neitt. Við eigum þetta „shit"." Hvítir skór á næstu plötuÁsgeir Trausti og Erpur í Hvítir skór myndbandinu.Auk þess að vinna í nýrri plötu XXX Rottweiler er Erpur að undirbúa aðra sólóplötu sína. Á meðal laga á henni verður hið vinsæla Hvítir skór sem hann samdi með Ásgeiri Trausta. Annað lag af plötunni er að klárast en það kemur út síðar. Óvíst er hvort platan kemur út á þessu ári. Erpur er einnig að aðstoða bróðir sinn, rapparann Sesar A, við að taka upp efni með nokkrum ungum og efnilegum röppurum.Frétt um ákæruna á hendur Móra birtist í gær.Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að hafa elt Erp um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Þrjú ár eru liðin frá atvikinu. Erpur segist ekkert hafa tjáð sig um málið hingað til og ætli ekki að gera það fyrr en því lýkur. Hann tekur þó fram að hann sé ánægður með að málið sé komið fyrir rétt.
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira