Tiger eða Dustin vinna Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 16:30 Ólafur Björn Loftsson í góðu stuði á Nesinu. Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn á von á spennandi Masters-móti í ár. Hann hefur mikla trú á kylfingum á borð við Charl Schwartzel, Keegan Bradley, Lee Westwood, Matt Kuchar, Brandt Snedker og Steve Stricker. „Þetta á eftir að verða mjög spennandi mót. Westwood er talinn vera besti kylfingur heims sem ekki hefur unnið risamót enda hefur hann sjö sinnum lent í þremur efstu sætunum í risamóti án þess að sigra. Ég held að hann verði í baráttunni í ár ef pútterinn verður í lagi. Keegan Bradley, Matt Kuchar og Brandt Snedker eru einnig líklegir. Ég hef mikla trú á Steve Stricker,“ segir Ólafur. „Ég myndi aldrei veðja gegn Rory McIlroy eða Phil Mickelson sem eru alltaf líklegir en mér finnst engin spurning um hver er besti kylfingur heims um þessar mundir. Tiger Woods er langsigurstranglegastur að mínu mati. Hann hefur sigrað þrisvar í ár og það er ekki annað hægt en að spá honum 15. risatitlinum á Masters í ár.“Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson er gríðarlega spenntur fyrir Masters-mótinu í ár og reiknar með því að fylgjast með öllum fjórum keppnisdögunum. Heimir er líka hinn fínasti kylfingur og hefur verið duglegur að þræða golfmót í vetur og hita upp fyrir golfsumarið sem er handan við hornið. Hann þarf ekki langan umhugsunarfrest til að spá fyrir um sigurvegara. „Ég spái Dustin Johnson sigri – ekki spurning,“ segir Heimir. „Ég hef mikla trú á Johnson í ár. Þetta er gríðarlegur íþróttamaður og hefur allt til þess að ná mjög langt í íþróttinni. Hann hefur mikla högglengd, er ungur og mjög fær kylfingur. Ég veðja á hann.“ Heimir telur að mótið í ár eigi eftir að verða spennandi. „Já, ég reikna með því. Það spá allir Tiger Woods sigri í mótinu og það kæmi mér ekkert á óvart. Tiger verður án efa meðal efstu manna. Svo eru kylfingar líkt og Rory McIlroy, Brandt Snedeker og Phil Mickelson sem gætu allir unnið þetta mót. Masters-mótið er ásamt Opna breska það mót sem maður lætur ekki fram hjá sér fara.“ Bein útsending frá Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld. Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson telur að Tiger Woods fari með sigur í fimmta skipti á Masters. Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson telur hins vegar að Dustin Johnson muni koma, sjá og sigra. Atvinnukylfingurinn Ólafur Björn á von á spennandi Masters-móti í ár. Hann hefur mikla trú á kylfingum á borð við Charl Schwartzel, Keegan Bradley, Lee Westwood, Matt Kuchar, Brandt Snedker og Steve Stricker. „Þetta á eftir að verða mjög spennandi mót. Westwood er talinn vera besti kylfingur heims sem ekki hefur unnið risamót enda hefur hann sjö sinnum lent í þremur efstu sætunum í risamóti án þess að sigra. Ég held að hann verði í baráttunni í ár ef pútterinn verður í lagi. Keegan Bradley, Matt Kuchar og Brandt Snedker eru einnig líklegir. Ég hef mikla trú á Steve Stricker,“ segir Ólafur. „Ég myndi aldrei veðja gegn Rory McIlroy eða Phil Mickelson sem eru alltaf líklegir en mér finnst engin spurning um hver er besti kylfingur heims um þessar mundir. Tiger Woods er langsigurstranglegastur að mínu mati. Hann hefur sigrað þrisvar í ár og það er ekki annað hægt en að spá honum 15. risatitlinum á Masters í ár.“Fjölmiðlamaðurinn Heimir Karlsson er gríðarlega spenntur fyrir Masters-mótinu í ár og reiknar með því að fylgjast með öllum fjórum keppnisdögunum. Heimir er líka hinn fínasti kylfingur og hefur verið duglegur að þræða golfmót í vetur og hita upp fyrir golfsumarið sem er handan við hornið. Hann þarf ekki langan umhugsunarfrest til að spá fyrir um sigurvegara. „Ég spái Dustin Johnson sigri – ekki spurning,“ segir Heimir. „Ég hef mikla trú á Johnson í ár. Þetta er gríðarlegur íþróttamaður og hefur allt til þess að ná mjög langt í íþróttinni. Hann hefur mikla högglengd, er ungur og mjög fær kylfingur. Ég veðja á hann.“ Heimir telur að mótið í ár eigi eftir að verða spennandi. „Já, ég reikna með því. Það spá allir Tiger Woods sigri í mótinu og það kæmi mér ekkert á óvart. Tiger verður án efa meðal efstu manna. Svo eru kylfingar líkt og Rory McIlroy, Brandt Snedeker og Phil Mickelson sem gætu allir unnið þetta mót. Masters-mótið er ásamt Opna breska það mót sem maður lætur ekki fram hjá sér fara.“ Bein útsending frá Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00 Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Búist við gífurlega hröðum flötum Þorsteinn Hallgrímsson og myndatökumaðurinn Friðrik Þór Halldórsson hafa undanfarna daga dvalið í Georgíu og fylgst með aðdraganda Masters-mótsins á Augusta National-vellinum. 11. apríl 2013 15:00
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30