Það er ekki lýðræði á Íslandi Guðrún Edda Reynisdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er hluti af verkefni sem nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands fengu úthlutað. Það er okkar hjartans mál að rödd unga fólksins í landinu fái að heyrast. Þess vegna viljum við að kjörgengi verði lækkað niður í 16 ára aldur. Í samfélaginu hafa verið uppi þau rök að 16 ára ungmenni hafi ekki þroska til þess að kjósa um hagsmuni þjóðarinnar. Hver ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti? Allir eru með mismunandi skoðanir á því hvað sé rétta leiðin. Okkar skoðun er sú að 16 og 17 ára einstaklingar hafi rétt á sinni skoðun alveg eins og maður eða kona á miðjum aldri. Við teljum að allir einstaklingar 16 ára og eldri geti kosið eftir sinni tilfinningu og skoðunum og að lægri kosningaaldur myndi ýta undir áhuga og virkja lýðræðið enn þá betur. Lægri kosningaaldur hefði jákvæð áhrif á þroska og vitsmuni ungmenna og þau yrðu fyrr að ábyrgum þátttakendum í samfélaginu. Ef miðað væri við 16 ára aldur væri það líka á ábyrgð stjórnmálaafla að höfða til yngri kjósenda og þar af leiðandi ætti svokallað lýðræði að verða öflugra. Gera má ráð fyrir því að ef þeir sem væru 16 ára mættu kjósa myndu stjórnmálamenn byrja á að ræða meira og betur málefni unga fólksins og reyna að höfða til þess fyrir kosningar. Ef kjörgengi væri miðað við 16 ára aldur yrði fræðsla um lýðræði og kosningarétt meiri í skólum landsins og samfélaginu öllu. Ef við tölum út frá náttúrauðlindum þá spyrjum við, af hverju eiga þeir sem yngri eru ekki að fá að kjósa? Málefnin sem kosið er um eiga eftir að snerta ungt fólk meira en nokkurn tímann þau sem eru á miðjum aldri, því við kjósum um framtíðina og unga fólkið er framtíðin. Það er þessi aldur sem mun síðan taka við landinu og það er mikilvægt að þau fái að taka þátt í mótun framtíðarinnar. Eftir 16 ára aldur er ekki lengur skólaskylda á Íslandi og það eru alltaf einstaklingar sem fara út á vinnumarkaðinn strax eftir grunnskóla. Þeir einstaklingar sem fara að vinna þurfa að borga skatta eins og við hin, kaupa í matinn og greiða af húsnæði (leiga/kaup). Í dag hafa þau ekkert um það að segja í hvað þeirra skattpeningar fara eða um hvaða málefni og umbætur er kosið. Í 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem nýverið er orðinn lög á Íslandi, segir að tryggja skuli að barn hafi rétt til þess að láta frjálslega í ljós eigin skoðanir á öllum málum sem þau varða. Út frá þessum lögum má túlka að ungmenni á Íslandi eigi að fá að kjósa. Sáttmálinn var samþykktur á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990, fullgiltur árið 1992 og lögfestur 2013. 12. gr. 1. Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. 2. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. 13. gr. 1. Barn á rétt til að láta í ljós skoðanir sínar, og felur það í sér rétt til að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista eða eftir hvers kyns öðrum leiðum að vali þess. 2. Láta má rétt þennan sæta vissum takmörkunum, en þó aðeins að því marki sem mælt er fyrir í lögum og er nauðsynlegt a) til þess að virða réttindi eða mannorð annarra, eða b) til að gæta öryggis þjóðarinnar eða allsherjarreglu (fr. ordre public), eða heilbrigðis almennings eða siðgæðis.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar