Lottó eða lausnir? Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur. En sársaukafull staðreynd er að hvergi í heiminum hefur verið hægt að borga íbúum í kreppu til baka það sem glataðist. Okkar vandi er verri en annars staðar af því að veikur gjaldmiðillinn féll um helming. Þegar við bætist að Íslendingar borga skuldir í verðtryggðu meðan launin eru það ekki verður ástandið eins og við þekkjum öll. Þess vegna leggur Samfylkingin ofurkapp á aðild að ESB og að taka upp evru. Það er eina tryggingin til að laun, skuldir og útgjöld verði í einum og sama gjaldmiðli. En Samfylkingin ætlar ekki að fara eitt eða neitt með fólk gegn vilja þess. Samfylkingin leggur allt kapp á að ná góðum samningi við ESB og sá samningur verður lagður fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þjóðin ræður en stjórnmálamenn vinna verkið í hendur henni. Á þá ESB að lækna allt en ekki fyrr en eftir mörg ár. Hvað með þá sem þurfa bætta stöðu núna? Er hægt að uppfylla drauma? Er sanngjarnt að lækka skuldir allra um tugi prósenta og á að gera það í landi sem enn á í miklum efnahagslegum erfiðleikum? Kosningaloforð Framsóknar um að lækka skuldir almennings um 20% byggja á að ná nokkur hundruð milljörðum frá kröfuhöfum gömlu bankanna og greiða niður höfuðstól lána heimilanna. Þessir peningar eru ekki í hendi og umdeilt ef þeir nást hvort þetta sé rétt leið. Auk þessa trúir fólk að það eigi að afnema verðtryggingu afturvirkt en það á auðvitað ekki að gera heldur hætta að veita ný verðtryggð lán. Miðað við að 40% tekjuhæstu hópanna í landinu eru skráð með hærri veð en tekjur má búast við að svona niðurfelling fari beint út í neyslu og verðbólgan éti ávinning heimilanna. Það er erfitt að hlusta á boðskap um svona töfralausnir þegar verðbólgan sjálf er aðalvandamálið. Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Boðar Samfylkingin bara aðild að ESB og upptöku evru en engar aðrar lausnir? Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með sanngjörnum og beinskeyttum ráðstöfunum, sem gagnast mest þeim sem eru í brýnni þörf, og setur markmið sín fram í þremur liðum: 1. Bankarnir fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Afskriftir fylgi áfram gegnsæjum leikreglum! 2. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs og þeir sem eru með lánsveð njóti sömu úrræða og aðrir hafa getað nýtt sér á síðustu árum. 3. Ljúka þarf viðræðum við ESB til að fá stöðugan gjaldmiðil til að lækka vexti og matarverð og verja heimilin fyrir verðbólgu og efnahagsbólum. Ég hvet fólk til að skoða afleiðingar innihaldslítilla kosningaloforða gegnum tíðina og velja flokka og fólk sem boða úrlausnir með yfirvegun og setja þá sem mest þurfa á því að halda í forgang.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun