Velferð á umbrotatímum Árni Páll Árnason skrifar 16. apríl 2013 07:00 Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld. Við horfum nú til baka og sjáum að okkur hefur tekist svo vel til að undrum sætir. Við skertum ekki lágmarksbætur og stóðum vörð um hækkanir okkar á þeim frá því fyrir hrun – við skertum bara bætur þeirra sem meira höfðu milli handanna. Við skertum einungis hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi en skertum ekki um eina krónu þá sem höfðu tekjur undir 250 þúsund krónum. Við skertum ekki atvinnuleysisbætur. Í félagsmálaráðherratíð minni og Jóhönnu var uppsafnaður sparnaður í almennri stjórnsýslu ríkisins 17-19%, en 2,6% í þjónustu við fatlaða. Fátt sýnir betur forgangsröðun Samfylkingarinnar. Stórátak Og þrátt fyrir þrengri fjárráð en nokkru sinni tókst okkur að bæta í á mörgum sviðum. Við hófum stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, sem rísa nú um allt land. Á nýju kjörtímabili munum við halda áfram þessu góða verki og byggja 350 ný hjúkrunarrými. Það fannst ekki eyrir til þess í stjórnartíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þótt smjör drypi þá af hverju strái og þeim stjórnarherrum þótti sér sæma að búa öldruðum tví- og þríbýli á hjúkrunarheimilum og flytja aldrað fólk hreppaflutningum landshorna á milli. Mosfellingar voru fluttir á Kirkjubæjarklaustur og Garðbæingar til Dalvíkur árið 2007. Við bjuggum líka til stórátak í menntun ungs atvinnulauss fólks. Þúsundir atvinnulausra ungmenna hafa fengið ný tækifæri og nýtt þau, sjálfum sér og samfélaginu til góðs. Á nýju kjörtímabili bíða okkar enn fleiri verkefni. Við munum bæta kjör lífeyrisþega í samræmi við þau loforð sem ég veitti í upphafi kjörtímabilsins. Nýtt almannatryggingakerfi, sem bætir mjög hag lífeyrisþega, hefur verið kynnt og við munum setja fjármögnun þess í forgang. Við höfum þegar breytt vaxtabótakerfi til að mæta betur fólki á lágum og meðaltekjum og við höfum aukið við barnabætur. Við munum afnema tekjutengingu þeirra og draga úr álögum á brýnustu nauðsynjar, matvæli og barnaföt. Það skiptir máli hverjir stjórna.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar