Frá Rómaveldi til Reykjavíkur Guðjón Jensson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Saga Rómaveldis einkennist af dugnaði og útsjónarsemi en þar fór oft saman ágirnd, ofríki, svik, undirferli, mútur og spilling. Barátta Grakkusarbræðra fyrir meiri jöfnuði og betri samfélagsháttum meðal Rómverja fyrir um 2.150 árum bar lítinn árangur. Aukin auðsöfnun og stríðástand í samfélaginu varð smám saman megineinkenni samfélagsins. Smábændur flosnuðu upp, landeigendur keyptu við smánarverði jarðir þeirra og þeir hófu stórtæka landbúnaðarframleiðslu með þrælahaldi eða mjög ódýru vinnuafli. Smábændur og annað lágstéttarfólk flykktist til Rómar. Þegar valdið færðist saman í Rómaveldi í færri hendur þá var aðferðin þessi: þrír menn gerðu með sér samkomulag um að styðja hver annan: herforingi, auðmaður og valdamaður í þinginu. Þannig komst Sesar til valda með styrk tveggja annarra og síðar frændi hans Oktavius sem tók sér upp nafnið Ágústus sem fyrsti keisarinn. Yfirstétt Rómaveldis úthlutaði brauði til þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu en kusu „rétt“. Þeir fengu einnig aðgang að hringleikahúsunum og horfðu á hvernig kristnu friðsömu fólki var varpað fyrir villidýr sem voru fljót að afgreiða „fjandmenn“ ríkisins.Á Íslandi í dag Í Reykjavík hefur borgarastéttin verið vaxandi síðan á 18. öld. Eignasöfnun getur vart hafa verið stórfelld lengi framan af, en á 19. öld verður borgarastéttin smám saman sú stétt sem fer með völdin í skjóli eigna og aðstöðu. Embættismenn og síðar kaupmenn urðu meginstoðir valdsins en um aldamótin 1900 dregur til tíðinda. Með nýrri öld verður grundvöllur að mun stórfelldari eignasöfnun með útgerð og breyttu viðskiptaumhverfi við útlönd. Þá eru það innlendir aðilar sem selja afurðir, einkum fisk til fjarlægari landa, oftast með miklum hagnaði. Á þessum árum verður til núverandi fyrirkomulag stjórnmálanna þar sem hægri flokkur kemur fram á sjónarsviðið. Rúmum tveimur áratugum fyrr voru Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur stofnaðir af sama manninum, Jónasi frá Hriflu! Og enn síðar með heimsstyrjöldinni síðari verður þessi gríðarlega efnahagsbylting. Íslendingar geta á fremur óviðfeldinn hátt fullyrt að þeir hafi grætt þjóða mest á styrjöldinni. Óhætt má segja að „eins dauði sé annars brauð“. Í Reykjavík er valdamikil auðmannastétt, tilbúin að grípa völdin þegar færi gefst. Bankahrunið varð vegna ágirndar og gegndarlauss kæruleysis við stjórn efnahagsmála. Vinstri stjórn hefur verið iðin við að taka til eftir frjálshyggjuna sem er ein dýrasta reynsla þjóðarinnar af margvíslegum afglöpum. Hernaðartækni hægri manna er einföld: með því að grípa hvert einasta tækifæri til þess að grafa undan ríkisstjórninni, er það gert. Gildir einu hvort það sé Icesave, kvótamálið, stjórnarskrármálið eða málefni náttúruverndar. Fyrir marga hægri menn þá virðast þeir ekki vilja viðurkenna að neitt hrun hafi átt sér stað. Allt er þessum voðalegu vinstri mönnum að kenna! Og umfram allt: það þarf að stoppa þennan voðalega ofvirka Sérstaka saksóknara í að ofsækja þá sem borguðu offjár í kosningasjóði okkar hægri manna!Niðurstaða Í dag þurfum við að kaupa nauðsynjar okkar á tiltölulega háu verði af lágu laununum okkar. Við förum ekki í Kólosseum eins og rómverska alþýðan en fáum að horfa á Eurovision á RÚV í staðinn og íþróttir, handbolta og fótboltaspark. Þegar stórmót eru þá verðum við að borga aðgang um Stöð 2 fyrir afnotarétt til að fylgjast með helstu íþróttaviðburðum. Og svo er stundum ókeypis í hoppukastala fyrir kosningar fyrir börnin! Auðmenn Íslands binda vonir sínar í mönnum eins og Sigmundi Davíð og ýmsum öðrum auðmönnum sem með „tæknilegri“ aðstoð Ólafs Ragnars forseta geta fengið á silfurfati aftur völdin yfir Stjórnarráðinu og þar með haft allt opinbert vald í hendi sér næstu fjögur árin. Ef íslensk alþýða sér ekki gegnum „fagurgala“ hægri manna þá er ekki að vænta að hún eigi nokkurs annars betra en vist hjá nákvæmlega sömu hjörðinni og leiddi okkur fram á hengiflugið haustið 2008. Mætti biðja guðina að forða oss frá slíku! Minnumst: Allt er betra en íhaldið! Og gildir einu um hvort íhaldið er að ræða, Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Saga Rómaveldis einkennist af dugnaði og útsjónarsemi en þar fór oft saman ágirnd, ofríki, svik, undirferli, mútur og spilling. Barátta Grakkusarbræðra fyrir meiri jöfnuði og betri samfélagsháttum meðal Rómverja fyrir um 2.150 árum bar lítinn árangur. Aukin auðsöfnun og stríðástand í samfélaginu varð smám saman megineinkenni samfélagsins. Smábændur flosnuðu upp, landeigendur keyptu við smánarverði jarðir þeirra og þeir hófu stórtæka landbúnaðarframleiðslu með þrælahaldi eða mjög ódýru vinnuafli. Smábændur og annað lágstéttarfólk flykktist til Rómar. Þegar valdið færðist saman í Rómaveldi í færri hendur þá var aðferðin þessi: þrír menn gerðu með sér samkomulag um að styðja hver annan: herforingi, auðmaður og valdamaður í þinginu. Þannig komst Sesar til valda með styrk tveggja annarra og síðar frændi hans Oktavius sem tók sér upp nafnið Ágústus sem fyrsti keisarinn. Yfirstétt Rómaveldis úthlutaði brauði til þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu en kusu „rétt“. Þeir fengu einnig aðgang að hringleikahúsunum og horfðu á hvernig kristnu friðsömu fólki var varpað fyrir villidýr sem voru fljót að afgreiða „fjandmenn“ ríkisins.Á Íslandi í dag Í Reykjavík hefur borgarastéttin verið vaxandi síðan á 18. öld. Eignasöfnun getur vart hafa verið stórfelld lengi framan af, en á 19. öld verður borgarastéttin smám saman sú stétt sem fer með völdin í skjóli eigna og aðstöðu. Embættismenn og síðar kaupmenn urðu meginstoðir valdsins en um aldamótin 1900 dregur til tíðinda. Með nýrri öld verður grundvöllur að mun stórfelldari eignasöfnun með útgerð og breyttu viðskiptaumhverfi við útlönd. Þá eru það innlendir aðilar sem selja afurðir, einkum fisk til fjarlægari landa, oftast með miklum hagnaði. Á þessum árum verður til núverandi fyrirkomulag stjórnmálanna þar sem hægri flokkur kemur fram á sjónarsviðið. Rúmum tveimur áratugum fyrr voru Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur stofnaðir af sama manninum, Jónasi frá Hriflu! Og enn síðar með heimsstyrjöldinni síðari verður þessi gríðarlega efnahagsbylting. Íslendingar geta á fremur óviðfeldinn hátt fullyrt að þeir hafi grætt þjóða mest á styrjöldinni. Óhætt má segja að „eins dauði sé annars brauð“. Í Reykjavík er valdamikil auðmannastétt, tilbúin að grípa völdin þegar færi gefst. Bankahrunið varð vegna ágirndar og gegndarlauss kæruleysis við stjórn efnahagsmála. Vinstri stjórn hefur verið iðin við að taka til eftir frjálshyggjuna sem er ein dýrasta reynsla þjóðarinnar af margvíslegum afglöpum. Hernaðartækni hægri manna er einföld: með því að grípa hvert einasta tækifæri til þess að grafa undan ríkisstjórninni, er það gert. Gildir einu hvort það sé Icesave, kvótamálið, stjórnarskrármálið eða málefni náttúruverndar. Fyrir marga hægri menn þá virðast þeir ekki vilja viðurkenna að neitt hrun hafi átt sér stað. Allt er þessum voðalegu vinstri mönnum að kenna! Og umfram allt: það þarf að stoppa þennan voðalega ofvirka Sérstaka saksóknara í að ofsækja þá sem borguðu offjár í kosningasjóði okkar hægri manna!Niðurstaða Í dag þurfum við að kaupa nauðsynjar okkar á tiltölulega háu verði af lágu laununum okkar. Við förum ekki í Kólosseum eins og rómverska alþýðan en fáum að horfa á Eurovision á RÚV í staðinn og íþróttir, handbolta og fótboltaspark. Þegar stórmót eru þá verðum við að borga aðgang um Stöð 2 fyrir afnotarétt til að fylgjast með helstu íþróttaviðburðum. Og svo er stundum ókeypis í hoppukastala fyrir kosningar fyrir börnin! Auðmenn Íslands binda vonir sínar í mönnum eins og Sigmundi Davíð og ýmsum öðrum auðmönnum sem með „tæknilegri“ aðstoð Ólafs Ragnars forseta geta fengið á silfurfati aftur völdin yfir Stjórnarráðinu og þar með haft allt opinbert vald í hendi sér næstu fjögur árin. Ef íslensk alþýða sér ekki gegnum „fagurgala“ hægri manna þá er ekki að vænta að hún eigi nokkurs annars betra en vist hjá nákvæmlega sömu hjörðinni og leiddi okkur fram á hengiflugið haustið 2008. Mætti biðja guðina að forða oss frá slíku! Minnumst: Allt er betra en íhaldið! Og gildir einu um hvort íhaldið er að ræða, Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar