Kosningar til Alþingis vorið 2013 Ásgrímur Jónasson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Sagan segir að þau hjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir hafi numið land í Reykjavík árið 874. Síðan eru liðin 1.139 ár. Ef við reiknum með því að meðal kynslóðabil sé 25 ár, þá eru það fertugasta og fjórða og fimmta kynslóð Íslendinga, sem ganga að kjörborðinu þann 27. apríl nk. Óvenjumargir möguleikar standa okkur til boða í þessum kosningum og óvenjumikilvægt er nú að vel sé vandað til verka við kjörborðið. Hvers vegna? Jú, nú er ágangur á landgæði og auðlindir orðinn það mikill að tvísýnt er hvort náttúran hefur mikið lengur afl til endurnýjunar. Óvíst er hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa á lífríkið og afkomu mannkyns í kjölfarið á þeim. Við Íslendingar ráðum yfir ríkulegum auðlindum sem við höfum ekki hugað nægilega vel að á undanförnum árum. Við höfum misst tökin á fiskveiðistjórnuninni og við höfum valið álframleiðslu sem áhugaverðasta atvinnuveg okkar með því að stýra 75% af raforkuframleiðslu okkar til þess iðnaðar. Og stefnum lengra á þeirri vegferð. Ég tel að tími sé kominn til að að stoppa aðeins við og líta til framtíðar. Ég tel að velferðarmál séu þau mál sem mestu skipta í þessum kosningum. Velferðarmál eru í raun umhyggja fyrir öllu lífi. Gróður, dýralíf, mannlíf. Öll þessi mál eru velferðarmál. En einnig auðlindir þjóðarinnar. Við viljum skila komandi kynslóðum landinu og auðlindum þess í betra ásigkomulagi en við tókum við því. Það eru undirstöður þess, að þær kynslóðir sem taka við landinu, kjósendur framtíðarinnar, lifi sómasamlegu lífi. Ef það á að takast verða þær kynslóðir sem nú nýta gæði landsins og auðlindir þess að gæta hófs. Að fara á svig við álit sérfræðinga getur orðið komandi kynslóðum dýrt. Hræddur er ég um að sú ágæta kona, Sif Friðleifsdóttir, uni því ekki vel skrái sagan hana sem þá sem lagði lífríki Lagarfljóts í rúst. Velferð byggir á heilsu, atvinnu, félagslífi og menningu. Heilsa, atvinna, félagslíf og menning byggja á menntun. Menntun byggir á góðum stjórnarháttum. Góðir stjórnarhættir byggja á lögum. Lög byggja á vel útfærðri stjórnarskrá. Stjórnarskrá byggir á löngun til að gera vel. Allt þetta kostar. Engir greiða þá reikninga aðrir en við sjálf. Þess vegna skil ég ekki þessa sterku þörf til þess að greiða ekki samfélagsleg gjöld. Helstu loforð margra stjórnmálamanna eru að losa fólk við samfélagsleg gjöld, en fara samtímis mjög illa með þá fjármuni sem finna má í ríkiskassanum. Við höfum drög að stjórnarskrá sem er að mati landsmanna vel unnin, af breiðum hópi fólks, með ólíkar skoðanir. Við búum við stjórnarskrá frá 17. júní 1944, sem var hugsuð sem skammtímastjórnarskrá og hefur því verið í endurskoðun síðan þá, án teljandi árangurs þar til nú. Ég óska þess að þær kynslóðir sem koma til með að byggja Ísland næstu 1.139 ár geti notið landsins gæða og geti hugsað til kynslóða 20. og 21. aldarinnar sem þeirra kynslóða sem byggðu undir þá velferð. Vegna þess að stjórnmálamenn allra flokka, þó sér í lagi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, hafa alla tíð dregið lappirnar í þessu máli og þar með laskað starfsemi Alþingis til vandaðra lagasmíða, hef ég ákveðið að styðja þann flokk manna sem stendur fastast að því að ljúka stjórnarskrármálinu. Stjórnarskráin er undirstaða góðs mannlífs. Öll önnur mál eru háð því að vel takist með því.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar