Sögulegur Kínasamningur Össur Skarphéðinsson skrifar 22. apríl 2013 14:15 Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar