Velferð aldraðra og stöðugleiki Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 22. apríl 2013 07:00 Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun