Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Hanna Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2013 08:00 Hafdís Inga Hinriksdóttir Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira