Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Hanna Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2013 08:00 Hafdís Inga Hinriksdóttir Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira