Verðbólgubálið aukið Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun