

Aflamarkskerfi, veiðidagakerfi og frjálsar handfæraveiðar
Friðaður til dauða
Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir.
Nýjar lausnir fyrir alla
XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta.
Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.
Upp úr hjólfarinu
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi.
Skoðun

St. Tómas Aquinas
Árni Jensson skrifar

Skólinn okkar, FSH
Elmar Ægir Eysteinsson skrifar

Föður- og mæðralaus börn
Lúðvík Júlíusson skrifar

Minni kvaðir - meira frelsi?
Eva Magnúsdóttir skrifar

Forstjórinn á Neskaupstað
Björn Ólafsson skrifar

Woke-ið lifir!
Bjarni Snæbjörnsson skrifar

Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast
Alma D. Möller skrifar

Plastflóðið
Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar

Baráttan á norðurslóðum
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum
Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar

Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það
Sveinn Ólafsson skrifar

Ef það er vilji, þá er vegur
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar

Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum
Erna Magnúsdóttir skrifar

Af hverju lýgur Alma?
Arnar Sigurðsson skrifar

Snúið til betri vegar
Bragi Bjarnason skrifar

Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu?
Bjarni Már Magnússon skrifar

Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi
Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar

Forysta til framtíðar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða?
Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar

Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla!
Ragnheiður Stephensen skrifar

Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR
Gísli Jafetsson skrifar

Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar
Elín Ýr Arnar skrifar

Hitler og Stalín, Pútín og Trump
Birgir Dýrfjörð skrifar

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar

Bætt réttindi VR félaga frá áramótum
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar