Jöfnum lífskjör Halldór Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar