Er nýr Landspítali of stór biti? Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 26. apríl 2013 06:00 Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar