Skattalækkanir – mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar