Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“ Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira
Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“
Kosningar 2013 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira