Hluti sakborninga játar aðild að amfetamínsmygli Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. maí 2013 09:00 Sakborningar í stóru fíkniefnamáli sem upplýst var um í janúar hylja andlit sín áður en mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira