Gat enga mótspyrnu veitt við ofsafenginni morðárás Stígur Helgason skrifar 9. maí 2013 07:00 Lögregla strengdi á þriðjudag dúk fyrir svalirnar þar sem maðurinn fannst látinn. Ekki er talinn leika nokkur vafi á því að ungi maðurinn sem er í haldi sé banamaðurinn. Austurfrétt/Gunnar Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Ungur maður sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps á Egilsstöðum er talinn hafa notað stóran eldhúshníf til að bana tæplega sextugum nágranna sínum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hnífurinn fannst á vettvangi, í íbúð hins látna í fjölbýlishúsinu að Blómvangi 2. Það var annar nágranni sem gerði lögreglu viðvart á þriðjudagsmorgun þegar hann sá manninn, hinn 59 ára Karl Jónsson frá Galtastöðum fremri á Héraði, liggja í blóði sínu á svölum íbúðarinnar. Hann hafði þá verið látinn frá því einhvern tíma fyrri hluta nætur. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu síðar í íbúð sinni í húsinu, þar sem hann var ásamt 22 ára barnsmóður sinni og átta mánaða gamalli dóttur þeirra. Maðurinn var yfirheyrður um kvöldið en játaði ekki sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregla hins vegar ekki í nokkrum vafa um sekt hans og telur atburðarásina liggja nokkuð ljósa fyrir. Heima hjá manninum fundust föt sem hann er talinn hafa klæðst við verknaðinn og á þeim blóð sem talið er vera úr Karli. Maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið til vandræða í húsinu, gengið ölvaður íbúð úr íbúð og heimtað tóbak og áfengi, svo að lögregla þurfti að endingu að hafa afskipti af honum. Svo virðist hins vegar sem hann hafi eftir það bankað upp á hjá Karli, sem hafi hleypt honum inn. Þar hafi maðurinn gripið stóran hníf úr eldhúsinu og lagt til Karls. Aðkoman að íbúðinni um morguninn var ljót. Blóð var um allt, bæði inni og á svölunum, og augljóst að árásin hafði verið ofsafengin. Hinn látni var með marga og mikla áverka og ekkert bendir til þess að hann hafi náð að koma vörnum við eða veita mótspyrnu af neinu tagi enda engin merki um átök inni í íbúðinni. Bráðabirgðakrufningu á líkinu er lokið en endanlegt banamein hafði þó ekki verið staðfest í gær. Ungi maðurinn var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Austurlands á þriðjudagskvöld, þar sem lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari úrskurðaði manninn í tveggja vikna varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna og í gærmorgun var hann fluttur suður til Reykjavíkur þar sem engir gæsluvarðhaldsklefar voru lausir fyrir austan. Samkvæmt heimildum blaðsins eru barnsmóðir hans og dóttir komin til ættingja sinna á Suðurlandi.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira