Frá gassprengingu til Georgíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2013 07:30 Ólafía við leik á Sedgefield-vellinum í Norður-Karólínu. Mynd/Kristinn J. Gíslason Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik í landsúrslitum bandaríska háskólagolfsins NCAA í Georgíufylki. Hún er sjötti kylfingurinn í sögu Wake Forest-háskólans í Norður-Karólínufylki sem kemst þangað af eigin rammleik og sú fyrsta sem nær þeim árangri í tólf ár. „Ég vissi af möguleikanum á að komast í landsúrslitin eftir að hafa skoðað stöðuna fyrir lokahringinn,“ segir Ólafía en mjótt var á munum meðal efstu kylfinga. „Möguleikinn var því fyrir hendi ef ég myndi spila mjög vel,“ segir Ólafía og er óhætt að segja að sú hafi orðið raunin. Hún fékk sex fugla á hringnum og var á fimm höggum undir pari fyrir átjándu holuna. Gera þurfti tveggja tíma hlé á keppni vegna veðurs sem sló okkar konu aðeins út af laginu. Hún fékk tvöfaldan skolla en sem betur fer dugði skorið henni til einstaks árangurs. Sæti í úrslitum í Georgíu.GassprengingÓlafía fagnar sætinu í landsúrslitum NCAA.Foreldrar Ólafíu sóttu dóttur sína heim í Winston-Salem í Norður-Karólínu á dögunum. Ólafía á þýskan kærasta og ætluðu þau að grilla ofan í gestina þegar mikil gassprenging varð. Kærastinn brenndist illa og var farið með hann rakleiðis á spítala. „Hann var sá eini sem slasaðist. Við mamma og pabbi stóðum þarna til hliðar. Ég reyndar meiddi mig aðeins í hnénu en tók ekki eftir því fyrr en daginn eftir. Ég var svo mikið að spá í líðan hans,“ segir Ólafía. Greinilegt er að um mikla lífsreynslu hefur verið að ræða en Ólafía féll í yfirlið skömmu eftir atburðina. Kærastinn var greindur með annars stigs bruna og er allur að koma til. „Hann er með stórt ör á fætinum og lítið ör í andlitinu. En ég held að það sé að hverfa,“ segir Ólafía. Sá þýski er einnig íþróttamaður í fremstu röð og keppir fyrir skólann í 800 metra hlaupi. „Hann er nú meira hörkutólið. Hann var mættur til keppni aðeins fimm dögum eftir slysið og komst meira að segja í úrslit,“ segir kærastan stolt. Ólafía var fjarri sínu besta á móti skömmu eftir sprenginguna. Greinilegt var að eitthvað var að angra hana og skildu þjálfararnir ekkert í gengi Ólafíu. Hún væri hreinlega ekki með sjálfri sér. Þegar þeir heyrðu af gassprengingunni skildu þeir betur hvernig málin stóðu og tóku á því. Daginn fyrir svæðismótið segist Ólafía hafa rætt í langan tíma við þjálfarana sem hafi hjálpað sér mikið. „Við spjölluðum í einn og hálfan tíma um allt mögulegt. Það hreinsaði hugann og ég hafði mjög gott af því. Þau sögðu mér að hætta að hugsa um skor, einbeita mér að sjálfri mér og hafa engar áhyggjur,“ segir Ólafía og uppleggið gekk heldur betur eftir.Ætlar að vera afslöppuðÓlafía ásamt félögum sínum við Wake Forest háskólann.Ólafíu líst vel á keppnisvöllinn í Georgíu sem hún spilaði fyrir tveimur árum. Hún segir völlinn mjög skemmtilegan og vel hægt að spila hann vel þótt auðvitað geti brugðið til beggja vona. „Hann er mjög hæðóttur og vötn og tré og alls konar vesen,“ segir Ólafía. Allir kylfingarnir 126 spila 72 holur en keppni lýkur á föstudag. „Ég hef æft stíft þannig að ég er vel undirbúin. Ég er auðvitað með mín markmið en ég ætla hins vegar inn í mótið án væntinga og vera afslöppuð.“ Ólafía nemur hagfræði við Wake Forest og gengur afar vel í skólanum. Hún kemur heim til Íslands á sunnudaginn og hlakkar mikið til. „Það verður gott að komast heim,“ segir kylfingurinn sem mun keppa á mótum á Íslandi fram í júlí. Þá heldur hún á Opna breska áhugamannamótið og spilar auk þess á Evrópumóti liða og á móti í Belgíu.Þannig komst Ólafía í úrslitinÓlafía Þórunn horfir á eftir boltanum.Mynd/WakeForestSports.comÓlafía Þórunn tryggði sér sæti í landsúrslitum NCAA með því að hafna í 8. sæti í svæðisúrslitum á dögunum. Svæðisúrslit fóru fram á þremur stöðum þar sem háskólalið um gjörvöll Bandaríkin kepptu. Átta háskólalið af hverju svæðanna þriggja tryggðu sér sæti í úrslitunum eða 24 lið alls. Hvert lið er skipað fimm kylfingum. Auk liðanna átta fá þeir tveir kylfingar með bestan árangur þátttökurétt í mótinu óháð því hvernig liði þeirra vegnar. Ólafía Þórunn hafnaði í 8. sæti í sínum svæðisúrslitum. Kylfingarnir sjö fyrir ofan hana voru hins vegar í liðum sem tryggðu sér sæti í landsúrslitum. Fyrir vikið komst Ólafía í lokakeppnina í Georgíu.Í góðra manna hópiLaura Diaz.Nordicphotos/GettyMargir úrvalskylfingar hafa numið við Wake Forest-háskólann. Fer þar fremstur í flokki Arnold Palmer, en æfingasvæði skólans er einmitt nefnt í höfuðið á honum. Þá hafa Bill Haas, Darren Clarke, Curtis Strange og Webb Simpson allir spilað fyrir háskólaliðið. Þá spilaði Laura Diaz fyrir skólann en kylfingurinn er eiginkona Kevins Diaz, þjálfara Ólafíu Þórunnar. Laura gekk einmitt til liðs við þjálfarateymið hjá Wake Forest í haust. Hún hefur unnið rúmlega 600 milljónir króna í verðlaunafé á ferli sínum. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik í landsúrslitum bandaríska háskólagolfsins NCAA í Georgíufylki. Hún er sjötti kylfingurinn í sögu Wake Forest-háskólans í Norður-Karólínufylki sem kemst þangað af eigin rammleik og sú fyrsta sem nær þeim árangri í tólf ár. „Ég vissi af möguleikanum á að komast í landsúrslitin eftir að hafa skoðað stöðuna fyrir lokahringinn,“ segir Ólafía en mjótt var á munum meðal efstu kylfinga. „Möguleikinn var því fyrir hendi ef ég myndi spila mjög vel,“ segir Ólafía og er óhætt að segja að sú hafi orðið raunin. Hún fékk sex fugla á hringnum og var á fimm höggum undir pari fyrir átjándu holuna. Gera þurfti tveggja tíma hlé á keppni vegna veðurs sem sló okkar konu aðeins út af laginu. Hún fékk tvöfaldan skolla en sem betur fer dugði skorið henni til einstaks árangurs. Sæti í úrslitum í Georgíu.GassprengingÓlafía fagnar sætinu í landsúrslitum NCAA.Foreldrar Ólafíu sóttu dóttur sína heim í Winston-Salem í Norður-Karólínu á dögunum. Ólafía á þýskan kærasta og ætluðu þau að grilla ofan í gestina þegar mikil gassprenging varð. Kærastinn brenndist illa og var farið með hann rakleiðis á spítala. „Hann var sá eini sem slasaðist. Við mamma og pabbi stóðum þarna til hliðar. Ég reyndar meiddi mig aðeins í hnénu en tók ekki eftir því fyrr en daginn eftir. Ég var svo mikið að spá í líðan hans,“ segir Ólafía. Greinilegt er að um mikla lífsreynslu hefur verið að ræða en Ólafía féll í yfirlið skömmu eftir atburðina. Kærastinn var greindur með annars stigs bruna og er allur að koma til. „Hann er með stórt ör á fætinum og lítið ör í andlitinu. En ég held að það sé að hverfa,“ segir Ólafía. Sá þýski er einnig íþróttamaður í fremstu röð og keppir fyrir skólann í 800 metra hlaupi. „Hann er nú meira hörkutólið. Hann var mættur til keppni aðeins fimm dögum eftir slysið og komst meira að segja í úrslit,“ segir kærastan stolt. Ólafía var fjarri sínu besta á móti skömmu eftir sprenginguna. Greinilegt var að eitthvað var að angra hana og skildu þjálfararnir ekkert í gengi Ólafíu. Hún væri hreinlega ekki með sjálfri sér. Þegar þeir heyrðu af gassprengingunni skildu þeir betur hvernig málin stóðu og tóku á því. Daginn fyrir svæðismótið segist Ólafía hafa rætt í langan tíma við þjálfarana sem hafi hjálpað sér mikið. „Við spjölluðum í einn og hálfan tíma um allt mögulegt. Það hreinsaði hugann og ég hafði mjög gott af því. Þau sögðu mér að hætta að hugsa um skor, einbeita mér að sjálfri mér og hafa engar áhyggjur,“ segir Ólafía og uppleggið gekk heldur betur eftir.Ætlar að vera afslöppuðÓlafía ásamt félögum sínum við Wake Forest háskólann.Ólafíu líst vel á keppnisvöllinn í Georgíu sem hún spilaði fyrir tveimur árum. Hún segir völlinn mjög skemmtilegan og vel hægt að spila hann vel þótt auðvitað geti brugðið til beggja vona. „Hann er mjög hæðóttur og vötn og tré og alls konar vesen,“ segir Ólafía. Allir kylfingarnir 126 spila 72 holur en keppni lýkur á föstudag. „Ég hef æft stíft þannig að ég er vel undirbúin. Ég er auðvitað með mín markmið en ég ætla hins vegar inn í mótið án væntinga og vera afslöppuð.“ Ólafía nemur hagfræði við Wake Forest og gengur afar vel í skólanum. Hún kemur heim til Íslands á sunnudaginn og hlakkar mikið til. „Það verður gott að komast heim,“ segir kylfingurinn sem mun keppa á mótum á Íslandi fram í júlí. Þá heldur hún á Opna breska áhugamannamótið og spilar auk þess á Evrópumóti liða og á móti í Belgíu.Þannig komst Ólafía í úrslitinÓlafía Þórunn horfir á eftir boltanum.Mynd/WakeForestSports.comÓlafía Þórunn tryggði sér sæti í landsúrslitum NCAA með því að hafna í 8. sæti í svæðisúrslitum á dögunum. Svæðisúrslit fóru fram á þremur stöðum þar sem háskólalið um gjörvöll Bandaríkin kepptu. Átta háskólalið af hverju svæðanna þriggja tryggðu sér sæti í úrslitunum eða 24 lið alls. Hvert lið er skipað fimm kylfingum. Auk liðanna átta fá þeir tveir kylfingar með bestan árangur þátttökurétt í mótinu óháð því hvernig liði þeirra vegnar. Ólafía Þórunn hafnaði í 8. sæti í sínum svæðisúrslitum. Kylfingarnir sjö fyrir ofan hana voru hins vegar í liðum sem tryggðu sér sæti í landsúrslitum. Fyrir vikið komst Ólafía í lokakeppnina í Georgíu.Í góðra manna hópiLaura Diaz.Nordicphotos/GettyMargir úrvalskylfingar hafa numið við Wake Forest-háskólann. Fer þar fremstur í flokki Arnold Palmer, en æfingasvæði skólans er einmitt nefnt í höfuðið á honum. Þá hafa Bill Haas, Darren Clarke, Curtis Strange og Webb Simpson allir spilað fyrir háskólaliðið. Þá spilaði Laura Diaz fyrir skólann en kylfingurinn er eiginkona Kevins Diaz, þjálfara Ólafíu Þórunnar. Laura gekk einmitt til liðs við þjálfarateymið hjá Wake Forest í haust. Hún hefur unnið rúmlega 600 milljónir króna í verðlaunafé á ferli sínum.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira